Skírnir - 01.01.1954, Page 62
58
Agnar Þórðarson
Skirnir
eins skyldu við sjálft sig, eins og verið hafði á dögum róm-
antísku stefnunnar, heldur engu síður við þjóðfélagið í heild,
að það sé skylda skáldsins að vera læknir kynslóðar sinnar
og samtíðar og vara við þeim sjúkdómum, sem steðja að
þ j óðarlíkamanum.
En fyrsti áfangi allrar læknislistar er að kunna að greina
sjúkdóminn rétt. Skáldið lifir ekki fremur en læknirinn í
neinum óskaheimi, þar sem allt er fullkomið og fagurt.
Sjúkdómarnir gefa oft og tiðum enga ástæðu til bjartsýni,
ef horfzt er miskunnarlaust í augu við veruleikann, eins og
hann er. Skáldið má ekki ganga á það lagið, að skrifa „eins
og fólk vill“, heldur hafa það eitt að leiðarmerki, hvað orkar
mest á það og hvað það hefur skynjað dýpst úr samtíð sinni.
Annað væri fölsun.
Sumir finna mjög að því, að nútímahöfundar séu bölsýnir,
að það sé varla að finna nokkuð jákvætt í bókum þeirra. Þeir
dæma þá bækurnar einar út af fyrir sig án nokkurs samhengis
við þær aðstæður, sem hafa skapað þær. En menn verða að
hafa hugfast, að sá jarðvegur, sem rætur bóktrésins drekka
næringu úr, er sjálft þjóðlífið og þjóðfélagið, og ef sá drykk-
ur er ramur, þá er það að minnsta kosti ekki sök skáldanna
einna saman, þótt þau spýti galli.
Vitanlega getur bölsýnin verið sprottin af meinum skálds-
ins sjálfs, en oftar mun þó slík lifsskoðun skapast við um-
hverfi og ástæður, sem skáldið á við að búa, og á þann hátt
sagt til sannra meina samtímans.
Og engin bók er svo þrungin af bölsýni, að hún sé að öllu
leyti neikvæð, þótt ekki sé annars vegna en þeirrar athafnar
að semja skáldsögu.
Fullkomlega bölsýnt skáld hættir að skrifa bækur og styttir
sér aldur, svo sem dæmin sanna. Hins vegar verður oft að
leita vel til að finna jákvæða afstöðu til lífsins hjá ýmsum
nútímaskáldum. En öll myndu þau geta tekið undir orð höf-
undar Hávamála, að
Betra er lifðum
en sé ólifðum.
Bjartsýnisbókmenntir nú á tímum væru ekki um þann veru-