Skírnir - 01.01.1954, Side 63
Skírnir
Hugleiðingar um skáldsagnagerð
59
leika, sem við þekkjum af eigin reynd, þær gætu í hæsta
lagi verið óskadraumur.
Eða hvernig geta menn búizt við bjartsýni, trú á mann-
inn og fagra siði eftir tvær undanfarnar heimsstyrjaldir, atóm-
stríð og gasklefa?
Svo litlu hefur mátt muna og munar kannske enn, að mið-
aldamyrkur mannhaturs og ofstækis byrgi fyrir alla útsýn.
Fyrir aldamótakynslóðina, sem trúði á framfarir, gullin
spakmæli og batnandi hag, var heimsstyrjöldin fyrri eins og
þruma úr heiðskíru lofti.
Allt hrundi þá til grunna. Ungu skáldin, sem komu fram
upp úr heimsstyrjöldinni fyrri og höfðu flest gegnt herþjón-
ustu, voru bitur og vonsvikin. Þeim fannst öll fögur orð hafa
falskan hljóm, allt, sem þau höfðu áður trúað á og verið
albúin að fórna lífi sínu fyrir, fannst þeim nú holt og innan-
tómt.
Þetta breytta lífsviðhorf kemur glögglega fram í bók-
menntunum.
Sagnastíllinn er orðinn einfaldari og knappari, öllu mál-
skrúði er sleppt, — nú skiptir mestu máli að vera sem
stuttorðastur og gagnorðastur. Kynslóð fyrra heimsstríðsins
lagði sig fram að rífa allt niður, sem henni hafði í bernsku
verið kennt að trúa á. Henni var ekkert heilagt, hvers kyns
bannorð urðu henni munntöm, og hún gerði sér mikinn
mat úr bersögli um kynferðismál.
Hún trúði ekki á neitt, og hún fann ekki tilgang í neinu
nema í fylliríi og kvennafari. 1 því einu fann hún réttlætingu
tilveru sinnar.
Þessu lífsviðhorfi hefur Ernest Hemingway bezt lýst í skáld-
sögunni Og sólin rennur upp, sem gæti verið nokkurs konar
samnefnari þessara bóka, er komu út á fyrsta ártugnum eftir
fyrra stríð. Sögufólkið hefur aflt brotið skip sitt, og aðeins
þeir, sem eru nógu sljóir og ónæmir, eru færir um að lifa
iífinu, hinir eru dæmdir úr leik.
Hemingway, sem var langáhrifamesti og listfengasti rit-
höfundur tímabiisins milli styrjaldanna, ofbýður sjálfum sér
með því að ganga upp í hrottaskap og blóðsútheliingum, en