Skírnir - 01.01.1954, Side 67
Skírnir
Hugleiðingar um skáldsagnagerð
63
Hjá Kafka felur öll frásögnin í sér líkingu, en á yfirborð-
inu lýtur hún að ýmsu leyti lögmálum raunsæisbókmennta.
Persónurnar eru skýrar og eftirminnilegar, atburðarásin hröð
og laus við allar málalengingar, en þó er margt með ólíkind-
um, sem hafa táknræna merkingu og eru því allt annars eðlis
en reyfarabrögð lygisagna.
Maður getur því lesið bækur hans sér til skemmtunar án
þess að velta fyrir sér, hver hin dýpri merking sé. Hins vegar
mun þó lesandinn tæpast komast hjá því að finna, hvernig
þrengir að honum úr öllum áttum og að hann sé lítið annað
en leiksoppur máttugra og skuggalegra afla.
Það má líka vera, að þessi dularklæði hæfi betur okkar
tímum en nokkurt annað form. Það liggur að minnsta kosti
í lofti tilfinnanlegur skortur á umburðarlyndi, svo að skáldin
verða frekar að grípa til þess ráðs að gefa í skyn en segja
berum orðum. Og vitanlega er ekki að harma það frá list-
rænu sjónarmiði.
Mætti í því sambandi minna á, að rússneskar bókmenntir
á nítjándu öld, sem enn þykja skipa öndvegið í skáldsagna-
gerð, áttu undir högg að sækja hjá ritskoðun zarstjórnarinnar,
og urðu því skáldin oft að dulbúa það, sem þau vildu segja.
Þannig eru RrœSurnir Karomnsoff eftir Dostojewsky tákn-
ræn saga, þar sem bræðumir tákna sálina, mannvitið og
holdið í einum manni.
Annars ætti þetta ekki að koma okkur Islendingum svo
ókunnuglega fyrir sjónir. Við eigum Grettissögu, þar sem
þjóðin hefur séð sjálfa sig í hinum einmana kappa, er gerst
vissi, að annað er gæfa en gjörvileiki, og hélt dauður svo fast
um saxið, að fjandmenn hans urðu að höggva af honum
höndina, til þess að fingurnir réttust af því.
Þessi tvöfeldni í skáldsagnagerð gerir vitanlega miklar kröf-
ur til höfundarins. Ytri sagan verður að standa undir sjálfri
sér án nokkurrar aðstoðar sögunnar á bak við. Sagan verður
að vera mannleg, rökföst í byggingu, persónurnar lifandi og
sannar og öðrum listrænum kröfum fullnægt. En innri sagan
verður lika að vera sjálfri sér samkvæm.
Hér nægir skáldinu ekki aðeins frásagnargleði og ritleikni.