Skírnir - 01.01.1954, Page 69
IIALLDÓR HERMANNSSON:
ÞORMÓÐUR TORFASON.
Sumarið 1939 fór eg sem oftar austur um haf með þýzku
skipi til Englands og Danmerkur, en í það skipti tryggði eg
mér ekki far vestur, eins og vani minn var. En meðan eg
var í Lundúnum í júlí, fór mér ekki að lítast á blikuna um
ástandið í Evrópu, og því keypti eg mér far vestur með sænsk-
amerísku línunni á skipi, sem átti að fara seint í september.
Fór eg svo til Kaupmannahafnar og var þar í ágúst og meiri
hluta september. Sat eg þar fund Árnanefndarinnar. Frá
Gautaborg fór eg svo með „Gripsholm“ 22. september. Skip
sænsku línunnar fara venjulega frá Gautaborg beint vestur
gegnum Skagerak og milli Orkneyja og Shetlandseyja. 1 þetta
sinn þorðu menn það eigi vegna stríðshættunnar á sjónum,
og því fór skipið innan skerja með fram vesturströnd Noregs
í heilan sólarhring og svo út yfir Atlantshaf milli Islands og
Færeyja. Veður var hið bezta, heiðríkja og norðankaldi, svo
að vesturströnd Noregs sást í sinni beztu fegurð, og var því
siglingin með fram henni hin skemmtilegasta.
1 þessari ferð sigldum við gegnum Karmtsund, en vestan
við það liggur eyjan Körmt, fræg í fornum sögum, og minnt-
ist eg þá Islendingsins, sem hafði búið þar í nærri hálfa öld
og var einn víðkunnasti landa sinna. Jörðin Stangarland liggur
á miðri eyjunni, nálægt hinni núverandi Koparvík, og þar
bjó Þormóður Torfason. Frá sjónum sjást engar minjar frá
hans tímum, enda hef eg séð þess getið, að síðasta hús hans
þar hafi verið rifið um miðja síðustu öld. Norðurendinn á
Körmt er ögvaldsnes, einnig mjög frægt í fornum sögum,
5