Skírnir - 01.01.1954, Page 70
66
Halldór Hermannsson
Skírnir
og í kirkjunni þíir var Þormóður lagður til síðustu hvíldar.
En beint austan við sundið gagnvart ögvaldsnesi liggur bær-
inn Haugesund, sem að fornu var nefndur Haugar, og þar
var Haraldur hárfagri heygður. Stendur þar hið mikla minnis-
merki, sem Norðmenn reistu 1872 í minningu þess, að Har-
aldur hafði sameinað Noreg fyrir þúsuud árum. Eg hef séð
þess getið, að minnismerkið standi á þeim stað, sem Þormóður
hafi ákveðið samkvæmt lýsingu Snorra, að Haraldur hafi
verið heygður, en áður höfðu menn talið, að haugur hans
hafi verið á öðrum stað þar nálægt. Þarna eru þá sitt hvoru
megin við sundið legstaðir þeirra tveggja — Haralds, sem
skapaði Noregsríki, og Þormóðs, sem fyrstur reit á latínu
sögu Haralds og niðja hans og gerði þá fræga meðal lærðra
manna víðs vegar um heim og gerði sig sjálfan frægan með
því undir hinu latneska nafni Torfæus.
Ævisaga Þormóðs hefur ekki verið rituð, svo vel sé og vert
væri. Jón Eiríksson byrjaði að rita hana, en dó frá því verki
ófullgerðu. Greinar hans voru birtar í danska tímaritinu
Minerva (1786—88) og voru líka sérprentaðar með nokkrum
viðaukum eftir Rasmus Nyerup.1) Það var óheppilegt, að Jón
gat ekki lokið við ævisöguna, því að hann hafði aðgang að
bréfabókum Þormóðs og öðrum gögnum í handritasöfnum
og opinberum skjalasöfnum, sem snerta hann. Ýlarlegast hefur
Kristian Kálund skrifað um hann á dönsku í innganginum
að útgáfunni af bréfum, sem fóru milli Árna Magnússonar
og Þormóðs, en sú bók mun vera í fárra manna höndum
á Islandi.2) Árni Magnússon skrifaði ágrip af ævi hans 1713,
að Þormóði lifandi, og hefur það verið prentað í minningar-
riti um Árna, sem Árnanefndin gaf út eigi alls fyrir löngu.3)
Til er og í handriti æviágrip Þormóðs (Kall 632, 4to) á latínu
eignað Þorleifi Halldórsssyni. Á norsku og dönsku hafa birzt
tímaritsgreinar um hann og hans verið getið í bókmennta-
1) John Erichsen: Thorraod Torfesens Levnetsheskrivelse. Kbh. 1788.
2) Arne Magnusson: Breweksling med Torfæus (Þormóður Torfason)
udg. af Kr. KSlund. Khh. 1916.
3) Prentað í Árni Magnússons Levned og skrifter. II. hind. Kbh. 1930,
bls. 127—135.