Skírnir - 01.01.1954, Side 71
Skírnir
Þormóður Torfason
67
sögum Dana og Norðmanna,’) en á íslenzku liefur lítið mark-
vert verið um hann ritað.1 2)
Þegar eg minntist þessarar ferðar minnar um Karmtsund,
datt mér í hug, að það væri vert að minna íslenzka lesendur
á Þormóð og störf hans, þvi að hann var að mörgu leyti
merkilegur maður. En til þess að skrifa ævisögu hans, svo
að fullnægjandi sé, verða menn að hafa aðgang að handrita-
söfnum í Kaupmannahöfn og annars staðar.
I.
Það er siður á Islandi, þegar ritaðar eru ævisögur eða jafn-
vel stutt æviágrip manna, að rekja forfeður þeirra langt aftur
í aldir til þess að sýna, af hvaða bergi þeir séu brotnir, en
í flestum tilfellum verður þetta runa af tómum mannanöfnum,
sem litla eða enga þýðingu hafa, og þetta er bara gert til að
fylla blaðsíðurnar eða að sýna lærdóm ritarans. 1 svo htlu
mannfélagi eins og hinu íslenzka má líklega sýna, þegar
nógu langt er leitað aftur í tímann, að flestir séu komnir af
meira og minna góðu fólki, jafnvel af norskum hersum, jörl-
um og smákonungum eða af hetjum úr fornaldarsögunum,
en blóð forfeðranna hefur þá líklega þynnzt nokkuð gegnum
svo margar aldaraðir. Ekki skal hér reynt að rekja ætt þess
manns, sem er efni þessarar ritgerðar, þó hann hafi orðið
1) Hér til má telja: Torkell Mauland: Tormod Torveson (Syn og segn,
19. aarg. 1913, bls. 113—125, 209—220); Fridtjof 0vrebo: Tormod Torfæus,
Norges historiograf (Rogeland historielag. Aarshefte, 1920, No. 6, bls. 1
—27); Svend Dahl: Forfattervilkaar i Holbergs Tidsalder. Thormod Torf-
æus og hans Bogtrykkere (Nordisk tidskrift for bok- och biblioteksvasen I,
1914, bls. 335—352); Carl S. Petersen: Den danske Litteratur fra Folke-
vandringstiden indtil Holberg, Kbh. 1929, bls. 790—800 (eftir Richard
Paulli); Francis Bull: Norges litteratur fra reformationen til 1814, Oslo
1928, bls. 156—161; Ellen Jörgensen: Historieforslming og Historieskriv-
ning i Danmark indtil Aar 1800, Kbh. 1931, bls. 142—148; H. Ehrencron-
Miiller: Forfatterlexikon omfattende Danmark, Norge og Island, VIII,
Kbh. 1930, bls. 288—292; Bricka: Dansk biografisk Lexicon, XVII, 1903,
bls. 453—459 (eftir Ludvig Daae); 2. udg. (eftir Jón Helgason).
2) Janus Jónsson: Þormóður sagnaritari Torfason (Timarit Bókm.fél.
XXIV, 1902, bls. 20—84. Páll E. Ólason: Saga íslendinga, V, 1942, 291—-
300; Finnur Jónsson: Hist. eccles. Isl. III, 1775, bls. 567—73,