Skírnir - 01.01.1954, Page 72
68
Halldór Hermannsson
Skírnir
frægur fyrir þess konar ættartölu, þar sem um þjóðhöfðingja
var að ræða, og sú ættartala hans væri tekin gild af sagna-
riturum í meira en heila öld.
Þormóður Torfason var fæddur í Engey 27. mai 1736. Faðir
hans var Torfi Erlendsson, sem var fjórði maður frá Torfa
Jónssyni í Klofa, en móðir þess Torfa var dótturdóttir Björns
ríka Þorleifssonar, og því hafði Þormóður í innsigli sínu
skjaldarmerki Björns, sem Kristján fyrsti hafði veitt honum,
þegar hann gerði hann riddara. Um Torfa Erlendsson virðist
vera fátt gott að segja, og gefa Islenzkar æviskrár honum
þennan vitnisburð: „Hann var hinn mesti hörkumaður, fé-
gjarn og óvinsæll; talinn illa að sér í lögum.“ Eg geri ráð
fyrir, að þessi lýsing sé tekin úr samtíma-heimildum. Jón
Eiríksson fer varlegar í það mál, en getur þó fátt talið honum
til gildis. Móðir Torfa var dóttir Henriks Gerkins, þýzks hart-
skera frá Hamborg, sem náði sýslu á íslandi og var harð-
drægur maður og auðugur. Torfi var auðugur maður eftir
þeirra tíma mælikvarða, og urðu nokkur erfðamál meðal af-
komenda hans, enda virðist þrætugirni og auðshyggja hafa
verið ættarfylgja þeirra.
Tólf ára gamall var Þormóður settur í Skálholtsskóla, og
þaðan útskrifaðist hann 1654 og fékk hinn bezta vitnisburð
frá kennurum sínum og einkum frá Brynjólfi biskupi. Sama
ár sigldi hann til Kaupmannahafnar til háskólanáms með
skipi, sem fór til Amsterdam, en þaðan komst hann ekki til
Hafnar fyrr en skömmu fyrir jól. Pestin hafði geisað þar
það ár, og var því allt í ólagi á háskólanum, svo Þormóður
var ekki tekinn í stúdentatölu fyrr en vorið 1655. Tveim árum
síðar tók hann guðfræðispróf og fór þá um sumarið aftur til
Islands. Faðir hans mun hafa viljað láta hann staðnæmast
þar, en Þormóður vildi fara utan aftur, og í marz 1658 tók
hann sér far með skipi til útlanda. Þá var ófriður milli Dana
og Svía, og þorði skipstjóri því eigi að fara lengra en til
Kristiansand, og þar dvaldi Þormóður um veturinn. Þaðan
fór hann með hollenzku skipi í marz 1659, en skipið var tekið
í hafi af sænsku ránskipi, sem fór þá til Jótlands til að fá
sér þar vistir, og þá slapp Þormóður frá ræningjunum. Dvaldi