Skírnir - 01.01.1954, Page 73
Skírnir
Þomióður Torfason
69
hann síðan í nokkra mánuði á ýmsum stöðum á Jótlandi og
komst loks til Hafnar í júlí 1659.
Þormóður hefur verið framur og ófeiminn og snemma
reynt að komast í kynni við heldri menn. Um það ber vitni
minjabók (stambók) hans, er hann byrjaði að halda á þessari
ferð um Jótland og hélt áfram með hana, eftir að hann kom
til Hafnar. I hana skrifuðu nokkrir meðal fremstu manna
Dana, svo sem Joachim Gersdorff, Christopher Urne,
Jörgen Seefeldt, Peder Reedtz o fl. Hún er að vísu glötuð,
en Árni Magnússon skrifaði upp nöfn þeirra, er rituðu í hana,
en sleppti því, sem þeir höfðu skrifað þar, því að það hafi
ekki verið mikils virði (sine singulari acumine. AM 219, 8vo).
Það var einmitt um þessar mundir, að Danir fóru að sækj-
ast eftir íslenzkum handritum. Friðrik þriðji hafði mikinn
áhuga á vísindum og var að leggja grundvöllinn að góðu
konunglegu bókasafni, og nú vissu menn, að mikinn sögu-
legan fróðleik var að finna í íslenzkum handritum. Því var
það, að konungur hafði 1656 sent mann til Islands með bréfi
til biskupa, og sérstaklega til Brynjólfs biskups, um að senda
honum íslenzk handrit. Sendimaður konungs var í mesta máta
óheppilegur, því að hann var Þórarinn Eiríksson, sem Brynj-
ólfur biskup hafði svipt kjól og kalli vegna barneignar. Hann
hafði svo farið til Danmerkur til að leggja mál sitt fyrir
konung og fá uppreisn. Svo er að sjá sem hann hafi komið sér
í mjúkinn hjá konunginum, fyrst konungur sendi hann til
Islands í þeim erindum að safna handritum. Bréf konungs
var lesið upp á Alþingi, en þeir munu hafa verið fáir, ef
nokkrir, sem urðu við bæn konungs, nema Brynjólfur biskup.
Að vísu sendi hann ekki handritin með hinum afsetta presti,1)
en hann sendi dýrar gjafir með öðrum til konungs, og meðal
þeirra var Flateyjarbók og Grágás (Konungsbók). Þórarinn
átti víst að þýða þetta á dönsku, en hvað hann hefur gert í
þeim efnum, veit eg ekki; hann hefur víst ekki verið vel til
1) Að sögn Þormóðs hefur Brynjólfur biskup sent með Þórarni handritið
Ny kgl. Sml. 1824, 4to (Yölsunga sögu, Ragnars sögu og Krákumál), en
það týndist strax og fannst ekki fyrr en 1821 í einhverju slcúmaskoti í
Kunstkamiet.