Skírnir - 01.01.1954, Side 74
70
Halldór Hermannsson
Skírnir
þess fallinn eða haft næga þekkingu til þess, enda stóð það
ekki lengi, því að hann drukknaði eða drekkti sér i hallar-
díkinu haustið 1659.
Þormóður kom á heppilegum tíma til Hafnar, því að nú
var Þórarinn dauður og enginn til að þýða handritin, sem
komin voru frá Islandi. Eins og áður er getið, mun hann hafa
verið iaginn á að ná hylli þeirra manna, er máttu sín, þvi
að nú urðu margir til að mæla með honum til starfsins sem
þýðanda, og meðal þeirra var Henrik Bjelke höfuðsmaður.
Hvort hann fékk nokkurt skriflegt skipunarbréf fyrir starfinu,
er óvíst, að minnsta kosti þekkti Jón Eiriksson það ekki. Stað-
an var góð, því að hann fékk 300 rdl. i laun af kóngsins
kassa og auk þess frían bústað í höllinni með ljósi og brenni,
öli og brauði til morgunverðar og pappír frá kansellíinu og
líklega ýmsa bitlinga af konunglegri náð, þegar hann þótti
hafa rækt starf sitt vel, og það sem kannske var mest um
vert, að konungur sjálfur kom oft til hans, þar sem hann
var að vinna, og ræddi við hann. Það er jafnvel í mæli, að
hirðmeyjarnar hafi ekki verið honum frásnúnar, því maður-
inn var fríður og gjörvilegur. Við þetta starf var hann í tvö
ár, og á þeim mun hann hafa lokið við að þýða Flateyjar-
bók. 1 konunglega bókasafninu í Höfn er þýðing hans á dönsku
af Flateyjarbók (Gl. kgl. Sml. 1015 fol., fjögur bindi) rituð með
ýmsum höndum, í rauðu leðurbandi, gyllt í sniðum og með
silkireimum og með formála stíluðum til konungs, dagsettum
28. des. 1661.
Þormóður hafði þannig unnið mikið verk á tveim árum.
En nú vildi konungur fá fleiri handrit og ákvað því að senda
Þormóð til íslands til að safna. 1 bréfi til yfirríkissekretéra
Erik Krag, dagsettu 25. maí 1662, leggur Þormóður ráðin á
um þessa ferð. Konungur hafði ákveðið, að hann skyldi fara
til íslands á sama skipi og Henrik Bjelke að safna þar „anti-
qviteter, rariteter og curiositeter“, sem fengjust fyrir borgun
eða á annan hátt. Tvö bréf skyldi senda til biskupanna þar,
að þeir skyldu styðja hann sem bezt til að ná þessu. Sérstak-
lega skyldi Brynjólfur biskup beðinn að fræða hann um ýmis-
legt, sem torskilið var bæði í þeim „antiqviteter“, sem Þor-