Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 75
Skírnir
Þormóður Torfason
71
móður hafSi þegar undir hendi, sem og í þeim, er hann kynni
að fá. Gísla Hólabiskupi skyldi boðið að senda eintök af öllum
hókum, sem prentaðar höfðu verið í Hólaprentverki. Kon-
ungsbréf hér að lútandi voru gefin út 27. maí 1662 til biskup-
anna, og fór Þormóður svo með sama skipi og Bjelke, þegar
hann fór að taka eiða af Islendingum í Kópavogi, þar sem þeir
sóru sig undir einveldið og konungsættina. Þegar til Islands
kom, gaf Bjelke Þormóði passa, 31. júlí 1662, þar sem hann
bauð öllum embættismönnum að greiða götu hans og veita
honum frían flutning. Brynjólfur biskup var enn þá gjöful-
astur allra, og sendi hann með Þormóði Konungsbók af Sæ-
mundar Eddu, handrit af Snorra Eddu og Morkinskinnu. Auk
þess náði Þormóður Hrokkinskinnu, Tómasskinnu, Konungs
annál og ýmsum öðrum handritum, svo að árangur ferðarinnar
var góður. 1 september fór hann frá Islandi með Hofsósskipi
og lenti í Glúckstad og fór þaðan yfir Hamborg og Lúbeck
til Danmerkur.
Kominn úr Islandsferðinni hefur Þormóður farið aftur að
þýða ýmsar sögur og hafði jafnvel í huga að þýða Sæmundar
Eddu, en séra Torfi í Bæ varaði hann við því, og mun Þor-
móður ekki hafa reynt það. Hvernig þessar þýðingar hans
voru, hefur víst enginn rannsakað til hlítar, og það er hætt
við, að þeim hafi verið mjög ábótavant, því að Þormóður hefur
víst ekki ritað dönsku vel, og í fornmálinu íslenzka var hann
ekki vel að sér, enda stingur hann upp á því við Árna Magn-
ússon seinna (1690), að hann semji orðabók yfir torskilin
fornyrði. Þegar Árni dvaldi 1712 á Stangarlandi hafa þeir
brennt mikið af uppköstum að þessum þýðingum og liklega
nokkuð af sjálfum þýðingunum. Um þessar mundir samdi
Þormóður, að konungshoði, sitt fyrsta rit Series dynastarum et
regum Daniœ, og er eiginhandarrit hans í Gl. kgl. Sml. 2449,
4to, bundið í leður, gyllt í sniðum, með silkireim og fanga-
marki Friðriks konungs, en um þetta rit verður síðar getið.
Friðrik þriðji virðist hafa haft miklar mætur á Þormóði,
því að hann veitti honum hin beztu kjör við starf hans. Það
er og talið benda á velvild hans til Þormóðs, að hann veitti
Torfa, föður hans, uppreisn frá dómi Árna Oddssonar yfir