Skírnir - 01.01.1954, Side 76
72
Halldór Hermannsson
Skírnir
honum og Sigurði bróður hans, sem hafði misst prestinn fyrir
legorðssök. Eflaust er þó tilbúningur sagan um það, að Þor-
móður hafi gefið tilefni til þess, að krónprinsinum (síðar
Kristjáni fimmta) hafi verið kennt að tala dönsku í stað þýzku,
en séra Janus telur þá sögu sanna í grein sinni um Þormóð.
En svo skipast skyndilega veður í lofti. Þormóður var tekinn
frá störfum sínum við handritin og skipaður 10. júlí 1664
kammererer í Stafangursstifti í Noregi. Þetta kom mönnum á
óvart, því enginn virtist vita með vissu orsökina til þessarar
breytingar, en þó segir Jón Eiríksson, að ýmsar sögur hafi
gengið um það, en hann vill ekki geta neinnar. Almennasta
sagan um það mun hafa verið, að Þormóður hafi verið á
knæpu, þar sem landi hans komst í áflog við danskan mann
og hafi Þormóður viljað hjálpa landa sínum, en við það orðið
óviljandi hinum að bana. Það er mögulegt, að hann hafi haft
þetta i huga, þegar hann löngu seinna í meðmælingarbréfi með
Þorleifi Halldórssyni til Jakobs Raschs segist vænta mikils
af Þorleifi, „om hand icke som jeg af ungdom ved prava
sodalitia, blifver forfört",1) og nokkuð líkt kemst hann að
orði í bréfi til séra Torfa í Bæ. Hann hefur auðsjáanlega ekki
lengur þótt hæfur til að vera við hirðina, en þó ekki beinlínis
fallið í ónáð, því að honum var veitt sæmilegt embætti, og eftir
skipun konungs var honum sýnd sú tilhliðrun, að hann þurfti
ekki að setja neitt veð eins og aðrir, sem skipaðir voru í slíkt
embætti, urðu að gera. Líklega hefur honum þá verið leyft að
taka nokkur handrit með sér, sem hann gæti í hjáverkum
unnið að.
Þetta norska embætti (stiftsamtsskrifaraembætti) svaraði
víst nokkurn veginn til landfógetaembættisins á íslandi. Kam-
mererer átti að sjá um eignir konungs, skatta og tekjur og hafa
eftirlit með ýmsum embættismönnum. Þormóður var illa
fallinn til slíkra starfa, því að hann var óþjáll og þrætugjarn
og komst því brátt í deilur við embættismenn og aðra, vildi
þó gera skyldu sína og koma á ýmsum breytingum til batnaðar
á fyrirkomulaginu og lét sér annt um, að almenningi væri
1) Islandica, VIII, 1915, bls. 38.