Skírnir - 01.01.1954, Side 77
Skírnir
Þormóður Toi'fason
73
ekki ofboðið með sköttum eða yfirgangi valdsmanna. Það er
engin ástæða til að gera grein fyrir þessu hér. Jón Eiríksson
hefur skýrt frá því allýtarlega í ævisögubroti sínu. Þormóði
þóttu líka launin of lítil og varð loks þreyttur á þessu starfi
og fór því til Hafnar vorið 1666, aðallega, að því er hann sagði,
til að fá stjórnina til að styðja sig til að koma á þeim umbótum,
er hann átti að koma í veg samkvæmt skipunarbréfi sínu, en
stjómin vildi ekki sinna því. Þá bað hann um 200 rdl. viðbót
við laun sín, því að hann vildi halda áfram að þýða úr íslenzku
á dönsku og jafnframt vildi hann vita um stjórnarfar (politisk
administration) til forna í norrænum ríkjum og semja Lexicon
danicum með skýringum hvers orðs radix og derivata, hvort
tveggja efni, sem hann var öldungis ófær að rita um. Þegar
hann fékk engu af þessu framgengt, bað hann um lausn frá
embætti sínu, en jafnframt um loforð fyrir einhverri annarri
stöðu og fékk það loforð frá konungi, en lausn frá hinu norska
embætti 22. ágúst 1667.
Meðan hann var kammererer, kynntist hann efnaðri ekkju,
sem bjó á Stangarlandi á Körmt, og féll honum bæði konan
og staðurinn vel í geð. Það var Anna Hansdóttir. Hún hafði
verið tvisvar gift, í seinna sinnið Iver Nielsen Lem, sem var
bróðir móðurafa Holbergs. Þormóður kvæntist henni 9. júlí
1666, og lifðu þau saman í hjónabandi í nálega 30 ár, þar til
hún dó 16. des. 1695, en engin börn áttu þau. Hún átti dóttur
af fyrsta hjónabandinu, og í skiptunum eftir dauða hennar
leysti Þormóður út staðinn Stangarland, og bjó hann þar til
dauðadags.
Friðrik þriðji efndi loforð sitt við Þormóð, og 22. ágúst var
hann skipaður antiquarius regius með 300 rdl. launum. Það
varð nokkur rekistefna út úr því, hvernig þau skyldu greidd.
Störf hans áttu að vera þýðingar og samning rits, sem nefnt
er Corpus historicum, og líka ritgerð um hið foma stjórnarfar.
Mátti hann framvegis búa á Stangarlandi. Dvaldi hann þó í
Höfn fram á vor 1668, aðallega til þess að styðja Þórð Þorláks-
son til biskupsdóms í Skálholti, að því sem sagt er. Á Stangar-
landi mun hann næstu tvö ár hafa unnið mestmegnis að
þýðingu á Grágás og mun hafa sent P. H. Resen eintak af