Skírnir - 01.01.1954, Page 79
Skírnir
Þormóður Torfason
75
skeð, sem nú skal greina. Þormóður svaf í herbergi ásamt
öðrum Islendingi, Torfa Hákonarsyni frá Keldum. Um nótt-
ina kom Sigurður Ásgeirsson, íslenzkur maður, drukkinn, að
rúmi þeirra og sagði, að nú gæti hann drepið þá báða. Torfi
vakti Þormóð, og hljóp hann upp úr rúminu og hrópaði, að
menn ætluðu að myrða sig. Sigurður greip þá í hár hans,
en Þormóður slapp frá honum, en þá kom þar að Hans Peter-
sen Holbeck, sem virðist hafa verið húsráðandi og lands-
þingsdómurinn segir, að verið hafi „et sælsomt Menniske
med Dieffuels Konster og andet ondt Thoy behaftet“, út úr
svefnherbergi sínu og spurði, hvað gengi á. Þegar Þormóður
sagði, að menn ætluðu að myrða sig, bauð Holbeck honum
að fara upp í aftur, og það gerði hann. En þá kom Sigurður
aftur og dró Þormóð upp úr rúminu. Holbeck kom þá líka
aftur og ekki aðeins ógnaði honum, heldur tók og um herðar
hans, svo að föt hans rifnuðu. Þormóður sleit sig frá þeim
báðum, og í nærklæðunum flúði hann inn í annað herbergi
og kvartaði yfir því, að hann fengi ekki að vera í friði, þó
hann gerði engum mein. Hann bað þá húsfreyju, að hann
mætti vera þar og að hún lokaði dyrunum, svo að enginn
kæmist inn, og það gerði hún. En áflogin byrjuðu aftur fyrir
utan, og það var reynt að brjóta upp dyrnar, og konunni, sem
stóð fyrir hurðinni, var hrundið frá. Þormóður tók þá korða
sinn og snerist á móti dyrunum, og þegar Holbeck hljóp að
honum, hélt Þormóður, að hann ætlaði að drepa sig og veitti
honum banasár með korðanum. En hver hafi verið upptök
þessarra áfloga, vita menn nú ekki. 1 herbergi þeirra Þormóðs
fundust tveir hnífar, annar blóðugur, og hann átti Holbeck,
en hinn vildi enginn kannast við.
Jörgen Bjelke vísaði þessu máli til birkifógetans, og það hef-
ur tekið langan tíma að rannsaka það, því dómur var ekki
kveðinn upp fyrr en í febrúar 1672, og var Þormóður dæmdur
til dauða. Hann áfrýjaði dómnum til landsþingsins í Viborg,
og var þar kveðinn upp dómur 24. apríl 1672. Dómurunum
virtist ekki, að hér hefði verið um nauðarvörn að ræða, en
Þormóður hefði unnið þetta víg af því, að hann hefði verið
liræddur um að verða drepinn. Því skyldi ekki fullnægja