Skírnir - 01.01.1954, Síða 80
76
Halldór Hermannsson
Skírnir
dómi birkifógetans, en málinu skotið til konungs. Konungur
sendi málið til hæstaréttar til athugunar og tillagna, en hann
áskildi sér úrskurðaratkvæði um það. Álit réttarins var, að hér
gæti ekki verið um nauðarvörn að ræða samkvæmt lögum, en
þar sem Þormóður hefði ekki haft animum occicLendi (ætlun
að drepa), en unnið þetta víg af hræðslu, væri það of strangt
að dæma hann til dauða, en hann skyldi gera opinberar
skriftir og gjalda 100 rdl. sekt. Konungur samþykkti þetta
(22. nóvember 1672) og ákvað, að sektin skyldi goldin til
Heilagsandakirkju. Þormóður galt sektina 3. desember 1672,
en skriftagerðin fór ekki fram fyrr en 3. október 1673, og
hafði Sjálandsbiskup leyft, að hún væri gerð í kirkjunni á
Kristjánshöfn, því þá bæri minna á því en ef hún hefði verið
gerð i kirkju inni í borginni.
Þormóður hafði verið í fangelsi í Sámsey í heilt ár, en var
nú loksins orðinn laus. Áður en hann færi frá Danmörku,
vildi hann ná fundi konungs, og veittist honum það. Mælt er,
að Kristján fimmti hafi sagt við hann: „Þér eruð svo morð-
gjarn“ og Þormóður hafi svarað: „Ég hef alltaf verið svo
skapi farinn, að ég hef heldur viljað drepa aðra en láta aðra
drepa mig“, og að því hafi konungur brosað, en orð hans
virðast benda til þess, að hann hafi vitað, að Þormóður hefði
áður orðið manni að bana, og sögnin um það 1664 muni því
vera sönn.
Haustið 1673 fór Þormóður norður til Stangarlands og bjó
þar i einn áratug sem einfaldur bóndi, eins og hann sjálfur
komst að orði. Ekki er vitanlegt, að hann hafi gefið sig þá
að neinum andlegum störfum, nema ef vera skyldi eitthvað
að lagaskýringum. Sagt er, að fógetar og aðrir embættismenn
hafi oft leitað ráða hjá honum, því að hann mun hafa verið
allvel að sér í lögum. En ættarfylgja hans neitaði sér heldur
ekki hjá honum, því að á þessum árum átti hann stöðugt í
málaferlum við hina og þessa, oft út af mestu lítilræðum, en
íslenzkir lesendur munu ekki hirða, að hér sé frá þeim skýrt.
Þó má geta hér eins máls, sem hann var við riðinn.
Þuríður Jóhannsdóttir, efnuð ekkja á Litlasundi, var sökuð
um galdur, og var henni stefnt til að hreinsa sig af þeim