Skírnir - 01.01.1954, Side 81
Skírnir
Þormóður Torfason
77
áburði. Mörg réttarhöld áttu sér stað, og fjöldi vitna báru
það, að Þuríður væri almennt talin galdranorn. Ein hjón
báru það, að hún væri völd að veikindum barna þeirra, og
konan sagði, að hún hefði sent á sig sæg af rottum, sem hefðu
gert mikið tjón. f vandræðum sínum sneri Þuríður sér til
stiftamtmannsins í Stafangri og bað, að sér væri skipaður
verjandi, og fyrir hans tilstilli var Þormóður skipaður verjandi
hennar. Hann varði hana vel, sýndi fram á, að sumpart væru
sakirnar, sem væru bornar á hana, sveitarþvættingur, og
sumpart hefðu engar sannanir fengizt fyrir þeim. Af lög-
mannsrétti í Stafangri í september 1681 var hún dæmd sýkn
allra saka. Þetta vakti allmikla athygli, og mun það hafa
verið síðasta galdramál, sem kom til dóms í Noregi.1) En
hið skrýtna við þetta er það, að hjátrúarfullur eins og Þor-
móður var, er sízt fyrir það að synja, að hann sjálfur hafi
trúað á galdra.
f júní 1681 var Hannes Þorleifsson skipaður antiquarius
regius, og átti hann að gefa út íslenzk handrit með danskri og
latneskri þýðingu og að útvega íslenzk handrit handa bóka-
safni konungs. Hann fór til íslands sumarið 1682, en í októ-
ber sama ár fórst skipið, sem hann var á, og allt, sem hann
hafði safnað. Það mun hafa verið útnefning Hannesar, sem
hvatti Þormóð til athafna, og fór hann sumarið 1682 til Kaup-
mannahafnar og sendi skjal til konungs og taldi þar upp allt,
sem hann hafði gert á ríkisárum Friðriks þriðja, en síðan
hefði ekkert verið að því starfað. Benti hann á, hvað Svíar
hefðu síðan gert á því sviði og hann hefði orðið að leiðrétta
í riti sínu um Danakonunga ýmislegt samkvæmt þeim ritum,
sem Svíar hefðu gefið út. Sér hefði verið boðin staða hjá
þeim, en af ættjarðarást hefði hann neitað að taka hana.
Bað hann nú konung að gera sig að sagnaritara fyrir konungs-
ríkið Noreg og láta hann flytja heim til Stangarlands öll
þau fornrit íslendinga, sem hann þyrfti á að halda og
konungur ætti eða væri í öðrum bókasöfnum í Kaupmanna-
höfn. Ætlaði hann þannig að rita sögu norska ríkisins, ekki
1) Thorkill Mauland: Trolldom, Kristiania 1911, bls. 137—145.