Skírnir - 01.01.1954, Side 82
78
Halldór Hermannsson
Skírnir
aðeins að fornu, heldur fram á síðustu tíma. Til þess að gera
það yrði hann að kaupa sagnarit nágrannalandanna og hafa
marga skrifara. Því þyrfti hann að hafa 600 rdl. árslaun,
sem greidd væru á hverjum ársfjórðungi og að auki 200 rdl.
á hverju ári, sem hann léti prenta eitthvað. Konungur féllst
á allt þetta, og 23. september 1682 var Þormóður skipaður
sagnaritari (historiographus) Noregsríkis. Með skipunarbréf-
inu fylgdi ekkert erindisbréf (instrux), að minnsta kosti segist
Jón Eiríksson ekki hafa fundið það, en hyggur þó, að það hafi
verið gefið út og eitt atriði í því hafi verið, að Þormóður
skyldi sýna, að Kristján fimmti væri kominn af hinni norsku
konungsætt.
Sama dag sem Þormóður var gerður sagnaritari Noregs
var skipun gefin út til bókavarðanna við safn konungs og
háskólans að afhenda Þormóði gegn kvittun öll þau íslenzku
fornu fræði (antiqviteter), sem þar væru og hann þyrfti á
að halda, og mætti hann taka þau heim með sér til Noregs.
Enn fremur var dómkirkjunum í Noregi skipað að afhenda
honum skjalasöfn sín, en þeirri skipun munu fáar þeirra hafa
hlýtt, enda virðist Þormóður hafa verið of latur eða hirðulaus
að krefjast þeirra.
Það er í mæli, að Þormóður hafi 1664 tekið með sér til
Noregs nokkur íslenzk handrit, en um það er ekki nein greini-
leg sögn. En nú hafði Þormóður konungsbréf í höndum, og þá
kom frekja hans fram í sinni verstu mynd. tJr konungsbóka-
safni tók hann Flateyjarbók, Morkinskinnu, Elrokkinskinnu,
Tómasskinnu, báðar Eddurnar, Konungsannál o. fl. tJr há-
skólabókasafninu fékk hann meðal annars Kringlu og Jöfra-
skinnu o. fl. Flest þessi handritanöfn stafa frá honum. Öll þessi
handrit mun hann hafa flutt í einu norður til Stangarlands,
og eins og sjóferðir voru hættulegar á þeim tímum, gat þetta
allt farizt. Á Stangarlandi voru þau ekki sem bezt tryggð.
Að vísu er sagt, að hann hafi í húsi sínu haft leynihólf, þar
sem hann geymdi þau, þegar hætta var á ferðum, en það
hefur víst ekki verið sem tryggast, og oft var hann sjálfur
mánuðum og árum saman að heiman. Stjórnin varð loksins
óróleg yfir þessu og tók að heimta handrit konungs, en Þor-