Skírnir - 01.01.1954, Side 84
80
Halldór Hermannsson
Skírnir
Reitzer Árna Magnússyni, sem þá var á Islandi, að Þor-
móður sé enn á lífi, en minni hans sé mjög slæmt, og segir
að sínu áliti muni hann geta lifað enn mörg ár, ef þeir, sem
daglega drekka á hans kostnað, bara vildu leyfa honum að
fara heim. Hann mun hafa loksins farið heim til Stangar-
lands 1708, en hefur víst upp frá því verið ófær til andlegrar
vinnu. Hann dó 30. janúar 1719 nærri 83 ára gamall. Árið
1709 hafði hann kvænzt aftur bústýru sinni, er hét Anna
Hansdóttir, eins og hin fyrri kona hans, og lifði hún hann.
Bú hans var virt á 2000 rdl. og jörðin á 600 rdl.
II.
Til þess að menn geti gert sér betur grein fyrir ritstörfum
Þormóðs, er vert að skýra í stuttu máli frá sagnaritun á
Norðurlöndum á seytjándu öldinni.
Albert Krantz, kanúki í Hamborg, ritaði um 1504 kroniku
norrænna ríkja (Chronica regnorum aqvilonarium), sem þó
ekki var prentuð fyrr en 1546, en gekk manna í millum í
handritum. Mikill meiri hluti hennar fjallaði um Danmörku,
sem var talið elzta ríkið á Norðurlöndum, því að þegar
Rómúlus saug úlfynjuna, þá hafði Dan ráðið fyrir Danmörku,
en á tímabilinu milli Cyrus Persakonungs og Ágústus keisara
hefðu jarlar ráðið fyrir Svíum, eða ef þeir hafi haft konunga,
þá hefðu þeir verið skattskyldir Dönum. Þessu urðu Sviar
stórreiðir, og til að afsanna þetta skrifaði Jóhannes Magnus,
síðasti katólski erkibiskup í Uppsölum og þá útlagi á Italíu,
1540, sögu allra konunga Gauta og Svía (Historia de omnibus
Gothorum Sueonumque regibus), sem þó ekki var prentuð
fyrr en 1556. Hélt hann því þar fram, að Svíþjóð hefði verið
partur af Skythiu og Nói hefði sent þangað til yfirráða eftir
syndaflóðið Jafet son sinn, og frá honum rekur Magnus sextán
afkomenda hans til Humbla, sem hafi verið sænskur konung-
ur og faðir Dans, sem samkvæmt Saxa var fyrsti konungur
í Danmörku og þá hafi verið skattskyld Svíum. Gustaf Vasa
væri 148. afkomandi Nóa. Nú voru það Danir, sem urðu stór-
reiðir, og Kristján þriðji fékk hinn konunglega sagnaritara
sinn til að mótmæla þessum óhróðri (1561), og síðar gerði