Skírnir - 01.01.1954, Page 85
Skírnir
Þormóður Torfason
81
Niels Pedersen það, þó eigi væri bók hans prentuð fyrr en
nokkru seinna. En aðalmótmælin gegn þessu níði Svíanna
komu frá Claus Christoffersen Lyskander. Bók hans kom út
1622: Synopsis historiarum danicarum . . . De danske kongers
slœgtebog, og getur hún fyllilega jafnazt við bók Johannes
Magnus, að því er upplognar heimildir og tilbimar ættartölur
snertir. Höfundur þóttist sýna og sanna, að danska konungs-
ættin væri komin frá Adam og væri skyld öllum konunga-
og höfðingjaættum í Evrópu og Kristján fjórði væri 138.
maður frá Nóa.
Svíar stóðu verr að vígi en Danir í þessari deilu, því að þeir
áttu ekkert rit um fornsögu sina, sem jafnazt gæti við Dana-
sögu Saxa. En um miðja seytjándu öld kynntust þeir íslenzku
fornaldarsögunum og þóttust þar í finna ýmsar heimildir
að fornsögu sinni, og margar þeirra voru gefnar út með
sænskum og latneskum þýðingum, og loksins náðu þessir
stórmennskuórar Svía hámarkinu í bók Olafs Rudbecks Atlan-
tica sive Mannheim, sem átti að sanna, að ekki aðeins væri
Svíþjóð elzta ríkið á Norðurlöndum, heldur væri það Atlantis,
sem Plato getur um og væri vagga mannkynsins.1)
Það voru þessar sögu-útgáfur Svíanna, sem Þormóður hamp-
aði framan í Dani til þess að fá þá til að veita sér stöðu
og styrk til að fást við forn fræði. En Þormóður sjálfur hafði
enga dómgreind til þess að meta þessar útgáfur, og hann
hafði mikið álit á Rudbeck og ættartölum hans frá Adam
og niður eftir og féllst jafnvel á skoðun hans, að ísland hefði
verið numið 414. Byggði hann það aðallega á Bárðar sögu
Snæfellsáss! Getur hann þessa í tveim bréfum til síra Torfa
í Bæ 1687 — árinu áður en hann kynntist Árna Magnússyni.
Það var heppilegt fyrir Þormóð, að hann lét ekkert frá sér
fara á prenti, fyrr en hann hafði kynnzt Árna. Fyrsta bók
hans kom út, þegar hann var ári minna en sextugur.
Árni hefur margt illt að segja um útgáfur Svíanna af sög-
unum, þó stundum sé svo að sjá sem hann meti viljann
1) Þeim, sem þætti fróðlegt að lesa um þessi sagnarit, má visa til
Gustav Löw: Sveriges forntid i svensk historieskrivning, I.—II., Stock-
holm 1908—1910.
6