Skírnir - 01.01.1954, Page 86
82
Halldór Hermannsson
Skírnir
fyrir verkið. En skoðun hans á Rudbeck og hans ritum kemur
bezt fram í ummælum hans um tvær ritgerðir hræðranna
Salan, er voru systursynir Rudhecks, að í þeim sé „hans
þvættingsandi revera sjöfalldaður“.
III.
Meðan Þormóður var að fást við Flateyjarbók, uppgötvaði
hann þar ættartölu Danakonunga, sem var frábrugðin þeirri,
sem Saxi hafði í Danasögu sinni. Hann sagði ýmsum mönnum
frá þessu, og þótti sumum þeirra næstum goðgá að bera brigður
á frásögn Saxa. Málið barst til eyma Friðriks þriðja, og tók
hann því vel og hvatti Þormóð til að rita um þetta. Menn hafa
getið þess til, að Þormóður hafi haldið því fram við konung,
að þessi ættartala sýndi, að Danmörk hefði að fomu verið
erfðaríki, en þá var konungur einmitt að koma á einveldinu,
og því hafi hann tekið þessu svo vel, en þó viljað fá frekari
vissu fjcrir því og sent Þormóð til Islands, meðal annars til
að heyra álit Brynjólfs biskups um þetta (sbr. bréfið til
biskups, sem getið er um að ofan). Hvernig sem þessu annars
er varið, er það að minnsta kosti ekki nefnt í ritinu, eins og
það kom frá hendi Þormóðs 1664, en að því mun þó vikið í
prentuðu útgáfunni. Það er mögulegt, að Brynjólfur hafi ekki
getað stutt eða viljað styðja Þormóð í þessu og þvi sé þessa
ekki getið í handritinu, sem hann gaf konungi (Gl. kgl. Sml.
2449, 4to) og hefur ártalið 1664, og titillinn var í fyrstu Series
dynastarum et regum Daniœ a Skioldo Othini filio ad Sven-
onem Estridium, sem sé listi yfir Danmerkur konunga frá
Skildi syni Óðins til Sveins Úlfssonar samkvæmt islenzkum
heimildum. Saxi hafði talið Dan vera ættföður konungsættar-
innar, og kom þetta því í bága við frásögn hans. Ritið mun
hafa gengið í afskriftum meðal manna og vakið allmikla
athygli og verið misjafnlega tekið. En Þormóður var þá skyndi-
lega fluttur til Noregs, eins og fyrr er getið, og ekki er að sjá,
að neitt hafi verið gert til að koma ritinu á prent, svo að
málið lá niðri. En i bréfi til Þormóðs, dagsettu 12. júní 1690,
skrifar Árni: „Hans [þ. e. Þormóðs] opus de dynastiis Dan-