Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 87
Skírnir
Þormóður Toi'fason
83
orum má hann ef vill testamentera mér. Það mun ei verða
þrykkt á þessari öld. Þetta til gamans.“ Þormóður svarar
7. júlí, að hann hvorki vill lofa né afsverja að testamentera
honum bókina, en í október 1692 segist hann fyrir orð Árna
fara „að laborera“ upp á hana, en það verði eigi „lítill labor“.
Að þessu hefur hann þó tekið að vinna, því að 1697 kemur
hann með ritið endurskoðað eða endurritað til Kaupmanna-
hafnar og fékk strax leyfi til að láta prenta það. Þetta hand-
rit Þormóðs er ekki lengur til, því vitum við ekki, hvernig
það var. En nú kom Árni til skjalanna, því að hann átti að
sjá um prentunina, og hann fann margt við ritið að athuga,
og nú fjölgar mjög bréfum milli þeirra um breytingar, sem
Árni stingur upp á, og það endar á því, að Þormóður
gefur honum nærri því leyfi að breyta að vild og vill, að
Árni skrifi tileinkunina og innganginn að bókinni, því að
hann þekki hana betur en hann sjálfur, en Árni skrifaði
þetta ekki, þvi að bókin kom ekki út fyrr en 1702 (titilútgáfa
1705), og þá var Ámi farinn til Islands. En ekki varð kunn-
ugt, hvaða þátt Árni átti í bókinni, fyrr en Torfœana kom út
1777 á kostnað P. F. Suhms, með registri, athugasemdum og
bréfum frá Þormóði og til hans frá ýmsum, og í formálanum
þar fer Suhm hinum lofsamlegustu orðum um Þormóð.
Series var tileinkuð Friðriki fjórða, en þar var líka prentuð
tileinkunin til Friðriks þriðja, sem var í hinu upphaflega
riti 1664. Nú var bókin orðin þrefalt stærri en hún var þá,
og þó hafði verið sleppt kaflanum frá Gormi gamla til Sveins
tJlfssonar. Ritinu var nú skipt í þrjár bækur, og er hin fyrsta
um heimildirnar. Þar mun vera sá fyrsti listi, sem prentaður
hefur verið, yfir fornnorrænar bókmenntir, og er hann í staf-
rófsröð, en þar ægir öllu saman, frumsömdum og þýddum
sögum, kvæðum af öllu tæi o. s. frv., en svo er í sjö kapítul-
um reynt að meta og benda á sögulegt gildi og uppruna
þessara rita, og mun það vera hin fyrsta tilraun í þá átt.
Á þessu má víst finna handbragð Árna Magnússonar, og væri
vert að rannsaka það frekar. önnur bókin er um sögu danska
ríkisins, en sú þriðja um Danakonunga frá Skildi til Gorms