Skírnir - 01.01.1954, Síða 88
84
Halldór Hermannsson
Skírnir
gamla, og voru það um 27 ættliðir frá Öðni, en Saxi hafði talið
þá 64. 1 viðbæti við bókina er Jóhannes Magnus og bók hans
tekin til bæna.
Ámi, sem átti að sjá um útgáfu bókarinnar, ætlaði í fyrstu
að láta hana koma út í tveim bindum til þess að dreifa kostn-
aðinum, en loks ákvað hann að láta hana koma út í einu bindi,
og skýrir hann frá því í bréfi til Þormóðs 2. október 1700:
„Nú þeinkti eg eitt sinn forleden að ráða Monfrere, fyrst
Series geingur so langsamt, að gjöra dedication fyrir tvær
fyrstu bækurnar og láta þær ganga út fyrir sig sjálfar, og
síðan resten. En eg sló þeim þanka strax í vind. Orsökin var,
að eg hæði var hræddur, að það mundi illa upptekið verða,
eins og maður ætlaði að vexera fólk með hálfbúnu verki, og
mundi það so ei alleina einskis orka, heldur og kannske ills.
Til með hefi eg af einum og öðrum Diis minorum gentium
heyrt, að þeim þætti ótilheyrilegt, at vær Danskir skyldum
gefa öðrum occasion til að mistrúa Saxoni. Kom mér því í
hug, að so kynni falla, að þvílíkra ratiocinia kynni því olla,
að þá menn sæi í fyrra partinum, hvað Monfrere í sinni
hefði í þeim síðara, að hans edition þá forboðin yrði, jafnvel
þó bókin censureruð sé, og væri þá allt verr en ógjört. Eg
communicera og þar fyrir snart öngrnn það sem þrykkist eptir
hendinni, so það ei skuli ræmast, í hvaða methodo það er.
En þegar bókin er klár, má hver tala þar mn sem vill, hún
er þó censureruð, so gilda so þá þvílík fávisku judicia lítið,
sem vel kynni annars fortræd að gjöra, ef á milli kæmi.“
Bókin vakti mikla athygli, og voru mjög skiptar skoðanir
um hana. Ættartala Þormóðs var kölluð „den islandske hypo-
tese“, en Saxa „den almindelige hypotese“. Holberg gerði
gys að bók Þormóðs og sagði, að hér væri verið að leiðrétta
eina skáldsögu með annarri, og hann segir, að aldrei hafi
konungar og þjóðhöfðingjar barizt með slíkum ákafa um
landamæri eins og fylgjendur þessara tveggja skoðana um
ætt Danakommga. En þó fór svo, að hann hallaðist að hinni
íslenzku og kvaðst vera íslenzkur niður að Sigurði hring, en
eftir það danskur. Og þeirri skoðun fylgdu aðrir danskir sagn-
fræðingar, jafnvel fram á nítjándu öld, og þannig hafði Þor-