Skírnir - 01.01.1954, Page 89
Skírnir
Þormóður Torfason
85
móður lengi áhrif á danska sagnaritun. Loksins raskaði Edwin
Jessen (afkomandi Jóns Eiríkssonar) í sinni merkilegu og
einkennilegu doktorsritgerð „Undersogelser til nordisk Old-
historie“ (1862) grundvellinum undir hinni íslenzku tilgátu
Þormóðs. Síðan komu þjóðsagnafræðingarnir (folkloristamir)
til sögunnar með Axel Olrik í broddi fylkingar og litu sínum
augum á allt þetta.
Þegar Árni Magnússon kom úr Noregsferð sinni 1689,
hafði hann með sér handritin af tveim bókum Þormóðs, Fær-
eyingabók og Orkneyingabók. Hin fyrri, Commentatio histo-
rica de rebus gestis Færeyensium, kom þó ekki á prent fyrr en
1695 og var fyrsta hók Þormóðs, sem prentuð var. Hún var
að mestu leyti endursögn af Færeyingasögu. Hún var seinna
þýdd á dönsku og þýzku ásamt lýsingu Færeyja eftir Lucas
Debes.1) Það tók nokkru lengri tíma að fá Orkneyingabók
prentaða, en hún kom loksins út 1697 (titilútgáfa 1715):
Orcades sive rerum Orcadensium historiæ líbri tres. Eins og
segir í titlinum, var henni skipt i þrjár bækur. Hin fyrsta
byrjaði með lýsingu eyjanna eftir George Buchanan, en
mesti kafli bókarinnar er byggður á Orkneyinga sögu, Magnús-
ar sögu eyjajarls og köflum úr konungasögunum, Islendinga-
sögum og Manarkróniku. Þormóður tók og kafla úr Friðþjófs
sögu og Örvar-Odds sögu, og sýnir það vel aðferð hans og
vöntun á gagnrýni. Árni hafði varað hann áður við þessu í
bréfi 3. apríl 1690: „Eg vil vera hönum [Þormóði] um nokkuð
gott skyldugur, ef hann vill slétta út eða proclamera fyrir
fabulam þá leiðu relationem úr Friðþjófssögu um Angantý
og Herrauð, sem og úr Örvaroddssögu; það spillir sannlega
allri bókinni, sem þó er annars mikið væn“. Þessu svarar
Þormóður í bréfi 17. júlí 1690 (stafsetningin er hans): „Þer
bidid mig at proclammera Herþiofsf!J sogu og örvar Odds firir
fabuler och taka þad burt ur Orkneyia sogu, þvi þær spilli
sogunni; þar um vil eg betheinkia mig og fyrst schrifa til
Mag. Iffuer proffst i Sogn og erkyndige mig um loca, sem
1) Færeyjabók Þormóðs ásamt Debes-bók var líka þýdd á frönsku, en
sú þýðing hefur víst aldrei verið prentuð. Sjá skrá (no. 265) yfir gamlar
bækur frá Librairie E. Nowory, 62 Rue des écoles, Paris 1935.