Skírnir - 01.01.1954, Qupperneq 90
86
Halldór Hermannsson
Skírnir
þar citerast, svo sem Baldurshaga og onnur platz, um þa tuo
hauga Bela og Þorsteins, om einginn relation er hia posteri-
tatum [!] um þetta, ellegar se eg eigi fabuleux udi Fridþiofs
sogu“ o. s. frv. Árni svaraði þessu í bréfi 4. september 1690
með því að telja upp þær sögur, sem hann héldi mjög lítið
af og ritaðar væru á 14. öld. Fyrsta bókin nær til 1222, en
önnur til 1469. f henni eru ýmsar upplýsingar úr Hákonar
sögu gamla, íslenzkum annálum og prentuðum útlendum
ritum, og endar hún á árinu 1469, þegar Kristján fyrsti
afhenti eyjarnar Jakobi Skotakonungi sem veð fyrir heiman-
fylgju Margrétar dóttur hans, þegar hún giftist Jakobi. Bréf
Kristjáns, 8. september 1468, er prentað þar og einnig
ýms önnur bréf norskra og skozkra konunga viðvíkjandi
Suðureyjum og Mön. Þriðja bókin er um rétt Danakonunga
til að innleysa eyjarnar og um tilraunir, sem til þess hafa
verið gerðar, einkum í tíð Kristjáns þriðja og Friðriks annars.
Það var prentun þessara skjala, sem olli drættinum á prent-
un Orcades, því að margir efuðust um, að það væri rétt og
hyggilegt að prenta þau. En það eru einmitt þessi skjöl, sem
gefa bókinni gildi í dag, því að sum þeirra er einungis að
finna þar. Þormóður tileinkaði bókina Kristjáni fimmta, og
mun það hafa átt að vera hvöt til konungsins til þess að reyna
að innleysa eyjarnar. Höfundurinn og prentarinn bjuggust
við, að bókin mundi seljast vel á Englandi, en þar seldust
bara tíu eintök.
Friðrik fjórði sýndi Þormóði mikinn sóma, þegar hann
heimsótti hann í júní 1704 og var næturgestur hans á
Stangarlandi. Ef til vill það bezta, sem leiddi af þeirri kon-
unglegu heimsókn, var það, að konungur tók heim með sér
íslenzku handritin, sem heyrðu til hans safni og höfðu verið
þar í útlegð í tuttugu og tvö ár. En þar hefur víst borið margt
á góma, og til þessarar heimsóknar konungsins má líklega
rekja uppruna tveggja bóka, sem á tveim næstu árum komu
út eftir Þormóð, um lönd, er fundin höfðu verið af mönnum
þeirra þjóða, sem nú heyrðu til hins dansk-norska ríkis.
Fyrsta bókin var saga Vínlands: Historia Vinlandiœ antiqvæ,
seu partis Americœ septentrionalis, 1705. Það mun vera í