Skírnir - 01.01.1954, Side 91
Skirnir
Þormóður Torfason
87
fyrsta sinni, að Vínland var talið sem viss partur af Ameríku.
Um fund Vínlands hafði Arngrímur lærði skrifað samkvæmt
Grænlendingaþætti, en rit hans var ekki gefið út á latínu
fyrr en 1951. Annars var þátturinn prentaður í útgáfu Per-
ingskiölds af Heimskringlu (1692), en bók Þormóðs var byggð
bæði á þættinum og Eiríks sögu rauða, sem að því er virðist var
þýdd eftir handriti Rjörns á Skarðsá. Þormóði var það ljóst,
að hér væri um tvær mismunandi sögur að ræða, en það taldi
hann ekki vera ástæðu til að efast um fund landsins og
vitnaði í því sambandi til orða Rudbecks um syndaflóðið.
Um það væru mismunandi frásagnir meðal Gyðinga, Kaldea
og annarra þjóða, en það sannaði engan veginn, að syndaflóðið
hefði ekki átt sér stað! Ur Eyrbyggju hefur hann tekið kafl-
ana um ferð Guðleifs Gunnlaugssonar og um Fróðárimdrin,
sem hann virðist hafa trúað, að væru sönn. Hann komst að
þeirri niðurstöðu, að Vínland mundi vera Nýfundnaland
(Nova terra) eða kanadiska meginlandið á því breiddarstigi
og því ætti danski konungurinn rétt til þess lands. Hann
hafði þegar vikið að þessu í hréfi til Liebe 7. marz 1703, og
enn skýrara tekur hann það fram í bréfi til yfirsekretéra
Wiehe 5. september 1704: „Naar min Vinlandia kommer
for Dagen, skal man see, hvad Forseelse her er skeet; thi det,
de Franske, Hollændere og Engelske, og tildeels de Spanske,
have nu i Nordamerika, og mueligen Guldklumperne i Peru,
kunde vi længe siden have havt nogle hundrede Aar förend
Christopher Columbus var til“. Þetta rit Þormóðs var aðal-
ritið um Vínlandsferðirnar, þangað til Rafns Antiqvitates
Americanœ kom út (1837), en málið var lítið rætt á því
tímabili.
Annað mál, sem mun hafa verið rætt á þessum konungs-
fundi, var um hinar norrænu byggðir á Grænlandi, og þá
einkum Eystribyggð. Þormóður tók að sér að safna því, er
um þær var sagt í fornum ritum, og þannig varð til hans
Gronlandia antiqva, seu veteris Gronlandiœ descriptio, sem
kom út 1706. Dönsk þýðing af henni eftir höfundinn, til-
einkuð konungi, er enn til (Gl. kgl. Sml. 2885, 4to) 1 þessari
bók kennir margra grasa. Þar er tekið úr Eiríks sögu, Konungs