Skírnir - 01.01.1954, Síða 92
88
Þormóður Torfason
Skírnir
skuggsjá, Fóstbræðra sögu o. fl. Þormóður vill ekki beinlínis
trúa á áreiðanleik sögunnar af Helgu Bárðardóttur, af Þorgils
orrabeinsstjúp og af Króka-Ref, en hann tekur þær þó allar
með. Einnig hefur hann tekið lýsingu Ivars Bárðarsonar og
staðalýsingu Þórðar biskups Þorlákssonar og fleira þess konar.
1 bókinni voru fimm kort af Grænlandi, eftir Guðbrand
biskup, Jón Guðmundsson lærða, Sigurð Stefánsson, Þórð
biskup og Þormóð sjálfan, teiknað af Jakob Rasch. Þetta varð
hin mesta óheillabók, því að öll þessi kort sýndu Eystribyggð
á austurströnd Grænlands og varð þannig til þess, að menn
leituðu hennar þar og biðu af því mikið tjón. Aron Arctander
gerði árið 1779 kort af Suðvestur-Grænlandi, og af því korti
dró H. P. von Eggers 1793 þá ályktun, að Eystribyggð hefði
verið þar, og leiðangur W. A. Graah með fram austurströnd-
inni 1838—40 færði mönnum loks heim sanninn um það, að
þar hefði aldrei verið norræn byggð.1)
Þormóður hafði ætlað að gefa út Hrólfs sögu kraka í Series,
en Árni réð því, að það var ekki gert, sagði, að stíll sögunn-
ar passaði þar ekki. Af því meistari Galterus er nefndur í
henni, dró Þormóður þá ályktun, að þetta væri sami maður-
inn, sem væri höfundur Alexanders sögu, og hefði hann því
líka skrifað Hrólfs sögu, en Árni sagði, að sér kæmi það
undarlega fyrir. Nú var Árni á Islandi, og þá gaf Þormóður
út Historia Hrolfi Krakii, 1705 (titilútgáfa 1715), og er í
formálanum að reyna að finna einhvem Gualterus, sem hafi
skrifað hana. Hann virðist ekki beinlinis trúa á söguna um
álfkonuna, en tilfærir þó í sambandi við hana langan kafla
úr riti um álfa og bergbúa eftir síra Einar Guðmundsson í
Garpsdal, og viðvíkjandi breytingu manns í villidýr vísar
hann til rits eftir Cornelius Agrippa.
Samkvæmt hinum upprunalega titli Series átti hún að ná
yfir sögu Danakonunga til Sveins tJlfssonar. Ámi mun hafa
ráðið því, að engir konungar voru þar taldir, sem áreiðanlegar
sögulegar heimildir væru ekki fyrir. Þormóður samdi þó sögu
Gorms gamla, Haralds blátannar og Sveins tjúguskeggs, og
1) Islandica, XVII, 1926, bls. 34—36.