Skírnir - 01.01.1954, Side 94
90
Halldór Hermaniisson
Skírnir
ekki, en Þorleifur Halldórsson, sem hafði verið skrifari Þor-
móðs veturinn 1703—04, hefur víst annazt prófarkalestur og
annað þess konar á fjórða bindinu og ritað innganginn (pro-
legomena), sem bundinn er framan við bindið og aðallega
er um heimildir þær, sem ritið er byggt á. Loksins var verkið
fullprentað vorið 1711, tileinkun Reitzers til Friðriks fjórða
er dagsett 5. maí það ár, og titillinn var: Historia rerum
Norvegicarum in quatuor tomos divisa Hafniœ (ex typo-
grapheo Joachimi Schmitgenii), fjögur bindi í arkarbroti, yfir
2000 bls. samtals. Þetta er hið fallegasta rit, sem prentað hefur
verið eftir Islending. Allir kapitular byrja með tréskornum,
skreyttum upphafsstaf, letrið er stórt og skýrt og pappírinn
ágætur, og þau eintök, sem eg hef séð af þessum veglegu
bindum, hafa verið í laglegu samtima alleðurbandi.
Hverju bindi er skipt í tíu bækur. Fyrsta bindið hefur inni
að halda allt, sem til er um Noreg fyrir þann tíma, er norska
ríkið var stofnað, um uppruna þjóðarinnar eftir þeirra tíma
skoðunum, og þar átti að vera allnákvæm landslýsing, en Þor-
móður fékk ekki tíma til að safna þeim úr hinum ýmsu
landshlutum, svo að hann varð að láta sér nægja að snara
á latínu Noregslýsingu Peder Claussöns, og svo koma fom-
aldarsögur Norðurlanda hver á eftir annarri, sem Árni hafði
varað hann við að trúa, en nú var Árni fjarlægur, og því
lék Þormóður sér að þeim sem lax í straumi. Tvær siðustu
bækurnar í þessu bindi eru um ætt Haralds hárfagra, fyrst
í karllegg frá Nirði og síðan í kvenlegg frá Skildi, og kemur
hann þar að Hervarar sögu, Ragnars sögu loðbrókar og Völs-
unga sögu.
Annað bindið nær yfir tímabilið frá því Haraldur hárfagri
stofnaði Noregs ríki til þess, er kristni komst á í Noregi og
Ölafur Tryggvason féll. Hér er efnið ekki einungis tekið úr
konungasögunum, heldur líka úr ýmsum íslendingasögum.
Þannig er önnur bókin um landnám fslands, og eru landnáms-
mennirnir þar flokkaðir eftir því, úr hvaða fylki þeir komu
í Noregi.
Þriðja bindið hefst með ríkisstjórn þeirra jarlanna Eiríks og
Sveins Hákonarsona og endar á dauða Magnúsar Erlings-