Skírnir - 01.01.1954, Side 95
Skírnir
Þormóður Torfason
91
sonar. Fjórða bindið segir frá Sverri konungi og nær til dauða
Ölafs konungs Hákonarsonar 1387, en eftir að konungasög-
unrnn sleppir, er efnið nokkuð rýrt og annálakennt og dregið
úr skjölum. Fimmta bókin í þessu bindi segir frá því, hvernig
Islendingar gengu Noregskonungi á hönd. Mér þykir líklegast,
að Gram hafi átt mestan þátt í þessum kafla.
Það má kalla það þrekvirki á 25 árum að setja saman svo
stórt verk. Auðvitað er það ekki frumlegt, því að það er bara
að mestu endursögn íslenzkra sagnarita frá fyrri tímum á
sæmilega góðri latínu. Framsetningin öll er breið og marg-
orð, en vísindaleg eða „krítisk“ meðferð efnisins kemur þar
ekki til greina, enda var þess ekki að vænta á þeim „ókrítisku“
tímum. En hér var fyrst gerð kunn hinum lærða heimi hin
mikla sagnaritun Islendinga, er snertir Noreg og lika að
nokkru leyti Island. Ritinu var vel tekið af fræðimönnum
þeirra tíma og fékk mjög mörg lofleg ummæli, enda má svo
segja, að þangað yrðu allir að leita, sem vildu fræðast um
fornsögu Noregs, þar til saga P. A. Munchs kom út um miðja
nítjándu öld. Gerhard Schöning, sem ætlaði að rita sögu
Noregs, en komst ekki lengra en til 995, kallar verk Þormóðs
ódauðlegt, og Suhm kallaði Þormóð sjálfan ódauðlegan, en hjá
báðum hafa þetta reynzt stóryrði. Þar sem saga Þormóðs var
rituð á latínu, varð hún auðvitað ekki kunn almenningi í
Noregi, og tilraun Jónasar Ramus hins yngra að gefa hana út
á norsku varð að engu. Nú er ritið lítilsvirði, því að til eru
flestar þær heimildir, sem Þormóður byggði á, en þó mun
þessi útgáfa aldrei gleymast, og er það kostnaðarmanninum
og prentaranum að þakka, sem gerðu hana svo vel úr garði,
að hún verður jafnan prýði hvers bókasafns, þar sem hún er.
Hún kostaði Reitzer 1500 rdl., og var það mikið fé á þeim
tímum. Ef hún hefði ekki komið á prent, hefði saga Þormóðs
legið í handriti og geymzt þar og gleymzt eða glatazt með
öllu.
Norðmenn hafa alltaf haft mætur á Þormóði og farið um
hann lofsamlegum orðum, og má sérstaklega vitna til ummæla
Francis Bulls í hinni stóru norsku bókmenntasögu. Rygir eru
stoltir af því að hafa haft hann meðal ibúa sinna á Rogalandi