Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 96
92
Halldór Hermannsson
Skírnir
(Ryfylke), og einn þeirra (Fridtjof 0vrebo) stakk upp á því,
að myndastytta hans, gerð af góðum listamanni, yrði reist
í Koparvik, og skyldi hann þar standa með Fagurskinnu i
hendinni og horfa mót Evrópu, sem hann ritaði fyrir. Hinn
7. júní 1936 héldu Rygir hátíðlegt þrjú hundruð ára afmæli
hans á ögvaldsnesi, og var gefinn út lítill bæklingur í tilefni
af því með hátíðaskrá og myndum.1)
IV.
Fáir latínulærðir menn mundu nú vilja verja miklum tíma
til að lesa rit Þormóðs, sem öll eru á latínu. En mörgum
mun vera forvitni á að vita, hvers konar maður hann var,
sem svo mikið orð fór af. Islenzkar æviskrár lýsa honum
þannig: „Var þrekinn, en ekki hár vexti, harðeygur sem
fálki, hvass í tali og snarlegur, harðlyndur sem hann átti
kyn til, en brjóstgóður smælingjum. Var talinn fjörmaður
mikill á yngri árum.“ Eg geri ráð fyrir, að þessi lýsing sé
tekin úr einhverjum samtíma heimildum. En íslenzkir les-
endur geta fengið góða hugmynd um hann af bréfum
hans og Árna Magnússonar, sem Kr. Kálund hefur gefið út.
Þar birtast tveir gagnólíkir menn. Árni hæglyndur, hygginn,
hlédrægur, lærður og „krítiskur", sem lítið lét frá sér fara á
prenti, en var jafnan reiðubúinn til að leiðbeina þeim, sem
fengust við ritmennsku á þeim fræðum, sem honum stóðu
næst, en framar öllu var annt um að safna fornritum og
varðveita frá tortímingu þessi fræði. Hins vegar er Þormóður
ákafur, framgjarn, gersamlega „ókrítiskur“, ásælinn og áf jáður
til að ná í fé til sinna starfa, eigingjarn og ætlast til, að menn
geri honum allt til þénustu, sem hann þarf. Það hlýtur að
hafa reynt á þolinmæði Árna að annast öll þau erindi, snún-
inga og fyrirspurnir, sem Þormóður ætlaðist til af honum.
Rréf Þormóðs sýna ótrúlegt kæruleysi og fljótfæmi. Þau eru
1) Tormod Torfæus 1636—1936. Minne-stemna pá Avaldsnes 7. juni
1936. Festskrift med program for stemna. Utg. av Torfæus-nemnda. Red.:
Othar Frode Bertelsen. [Haugesund] 1936, 32 bls. Mér hefur ekki tekizt
að ná í eintak af þessu.