Skírnir - 01.01.1954, Síða 97
Skírnir
Þormóður Torfason
93
rituð á versta hrognamáli og stafsetningin svo afkáraleg, að
því verður eigi lýst. Þrátt fyrir allt helzt þó vinátta þeirra
meðan þeir lifðu, og hefur umhurðarlyndi Árna víst átt
mikinn þátt í því. Að vísu hefur Jón Grunnvíkingur þau orð
eftir Árna, að Þormóður hafi verið „manna tryggvastur og
fastlyndastur í upptekinni vináttu“, enda sýna bréf hans það,
að hann vildi greiða götu Árna að minnsta kosti með ráðum,
þegar Ámi átti erfitt uppdráttar. Þau ráð voru Árna ekki
geðfelld, en þau kasta ljósi yfir skapferli Þormóðs.
Eins og áður er getið, skrifaði Árni í september 1713 á
dönsku stutt ágrip af ævi Þormóðs og fór þar mjög lofsam-
legum orðum um rit hans og störf. Eg hygg, að þetta ágrip
hafi verið ritað í vissum tilgangi. Það gekk oft erfiðlega fyrir
Þormóði að fá sín laun greidd, og síðan 1710 hafði hann
ekkert fengið, en 1714 voru laun hans greidd fyrir árin 1710
—1714, og eg held, að einmitt þetta æviágrip Árna hafi verið
ritað til þess að hjálpa Þormóði að fá þetta fé.1)
1 Árnasafni (AM 219, 8vo) eru nokkrar greinar, sumar á
íslenzku, aðrar á latínu, eftir Árna um Þormóð sem fræði-
mann, og ganga þær nokkuð í aðra átt en æviágripið. Meðal
annars segir þar, að afrit hans af gömlum handritum séu
ekki góð, því að hann skrifaði þau eins og íslenzkan var skrifuð
á hans dögum, enda hafi hann ekki verið vel að sér í forn-
málinu og málfræðinni. Hann hafi heldur ekki verið vel að
sér í íslenzkri bókmenntasögu, og því voru tilvitnanir hans
einatt villandi og rangar, því að hann tók yngri skröksögur
fyrir gömul rit. Hann hafi verið trúgjarn og af ættjarðarást
verið helzt til hollur til íslenzkra sagna, þangað til Árni hefði
„komið homrni til að lesa engelska og framandi skribenta“,
eins og Jón Grunnvíkingur kemst að orði eftir sögn Áma.
Hann hafi verið hinn heiðarlegasti maður og elskur að sann-
leikanum. Þýðingar hans á fornum handritum væru ekki
nógu góðar.
Á Körmt voru fram á síðustu öld nokkrar sagnir um Þor-
móð á Stangarlandi. Þar bjó hann eins og herramaður (en
1) Sjó Arne Magnussons Private breweksling, 1920, bls. 503.