Skírnir - 01.01.1954, Page 100
96
Guðrún P. Helgadóttir
Skírnir
Þú fer nú fyrri.
Far þú, eg kem.!)
Ef við athugum nánar þennan leik kvæðadísarinnar og
skáldsins, verða fyrst fyrir okkur frumort kvæði. Ekkert þeirra
er heilsteypt né stórbrotið, þó að margar vísur leynist innan
um, sem ortar eru af listrænum skilningi og smekkvísi.
Skáldið gerir lítið að því að telgja til ritsmíð sína, vísum
er kastað fram í spaugi við ýmis tækifæri.
Eitt sinn var síra Jón samferða manni, er Magnús hét.
Prestur mæddist á göngunni og þótti Mangi stika stórum.
Mangi sprengja ætlar oss,
að vill neyðin herða.
Sýnist mér hann hefði hross
heldur átt að verða.3)
Síra Jón orti þessar vísur, er hann sá stúlku, er Guðríður
hét, ganga fram hjá sér skrautbúna, en talið var, að skartsins
væri illa fengið:
Girnast munu fleiri en fá
fljóð i stolnu glingri,
þá glæpaskrúðanum gengur á
Guðríður hin yngri.
Þó í hausinn vanti vit
víf með heyrn og máli,
sést það ei fyrir silfurlit
og silkiklúta prjéli.4)
Stundum er ekki laust við, að okkur finnist alvara búa bak
við gamansemina. Skáldið hefur verið leiður á öllu heilræða-
farginu, þegar hann orti kvæðið „Veilræði" til höfuðs þeirri
vísnagerð:
Fýsi þig stolins fjár að afla,
forgefins slíkt ei byrjað sé,
steldu, svo fram úr kunnir krafla
og kaupa þig frá snörunne,
því hengingar gista engir ól
utan smáþjófa greyleg fól.