Skírnir - 01.01.1954, Page 101
Skírnir
Skáldskapur síra Jóns á Bægisá
97
Samvizka þín ef vakna vildi,
vara þig strax og hana svæf,
auðnu og velferð oft það gildir.
Eld þann í tima niður kæf.
Ef náir hún að festa fót,
fæst ei upptekin hennar rót.5)
Við finnum líka þreytu skáldsins á erfiljóðastaglinu, þegar
hann yrkir í gamansemi erfiljóð i viðhafnarmiklum og hátíð-
legum stíl um spænskan hrút, sem drapst úr kláða, en varð
eftir dauða sinn ágætastur „hornberenda hér um slóðir“.
Vinur ástkær, um veg farandi,
vend hingað þínum sjónarbaug,
berhöfðaður slik bein skoðandi,
þó bleik og skinin séu þaug.
Auðmjúkur þessu líki lút.
Liggur hér krof af spönskum hrút.
Loksins til fulls þó linna hlutu
lífsins kraftar og virðing hans,
hverjum með andakt áður lutu
yppurstu hrútar þessa lands.
Út þeim síðasta anda blés
örþjáður horna-Móyses.0)
Til er gamansöm sjálfslýsing eftir Bægisárprestinn. Segist
hann vera hár vexti, granmn*, herðalotinn, bólugrafinn og
með söðulnef. Kveðst hann líta stúlkurnar hýru auga, vera
skrafinn og skáldmæltur, en örgeðja og þver í lund og augu
sín geti verið hörð sem tinna.
Faðir Jóns var Þorlákur Guðmundsson. Hann var prestur
um nokkurra ára skeið, en missti hempuna og var dæmdur
frá prestskap, þá er Jón var á 5. ári, en gegndi síðan sýslu-
mannsstörfum víða um land, og mun Jón hafa fylgt honum.
Aðspurður um föður sinn svaraði hann með þessari vísu:
Minn var faðir monsíur,
með það varð hann síra.
Siðan varð hann sinniur
og seinast tómur Þorlákur.7)
7