Skírnir - 01.01.1954, Side 102
98
Guðrún P. Helgadóttir
Skírnir
Jón var sendur til mennta í Skálholtsskóla og útskrifaðist
þaðan á 19. ári með þeim vitnisburði, að hann væri „engum
skólabræðra sinna síðri í vísindum og tungumálum, heldur
flestum fremri“. Síðan gerðist hann skrifari, tmz hann varð
prestur í Saurbæiarþingum 1768. Tveim árum síðar missti
hann hempuna vegna barneignar með Jórunni Brynjólfs-
dóttur í Fagradal, en til hennar orti hann þessa vísu:
Sorgarbára ýfir und,
elda rasta njórunn,
Freyju tára fögur hrund,
falleg ertu, Jórunn.8)
Síra Jón vildi kvænast Jórunni og bað hennar, en faðir
hennar, sem var gildur bóndi, synjaði honum ráðahagsins.
Varð hann þá skrifari á ýmsum stöðum, m. a. hjá Bjarna
landlækni í Nesi, en fékk uppreisn 1772 og veitingu fyrir
Stað í Grunnavík. En undin var ekki gróin, síra Jón hafði
ekki gleymt Freyju tára hrundinni, og enn sækir í sama
horfið.
Jórunn elur honum annað barn, og prestur varð embættis-
laus næstu 15 árin, en Jórunn lifði alla ævi ógift.
Um þessar mundir tók prentsmiðjan í Hrappsey til starfa,
og við hana vann síra Jón að prófarkalestri og þýðingum. Fékk
hann Margrétar, dóttur Boga Benediktssonar, eiganda prent-
smiðjunnar, og fóru þau að búa í Galtardal. Eignuðust þau
eina dóttur, er Guðrún hét og giftist síðar sira Eyjólfi Gísla-
syni. Hjónaband Jóns og Margrétar varð eigi farsælt, og varð
Margrét eftir í búi þeirra fyrir vestan, þegar prestur fékk
loks fulla uppreisn og fluttist að Bægisá í öxnadal 1788, en
því embætti þjónaði hann til dauðadags.
Ein var sú fylgjukona, sem aldrei yfirgaf hann, eins og sjá
má á eftirfarandi vísu:
Fátæktin var mín fylgjukona,
frá því eg kom í þennan heim.
Við höfum lafað saman svona
sjötigi vetur, fátt í tveim.
Hvort við skiljum nú héðan af,
hann veit, er okkur saman gaf.")