Skírnir - 01.01.1954, Side 103
Skírnir
Skáldskapur síra Jóns á Bægisá
99
Að Bægisá kom prestur rétt fyrir jólin, fótgangandi og illa
til fara. Brátt varð honum vel til vina þar nyrðra, og þar
fékk hann meira næði til skáldskapar. Stundum hefur honum
samt þótt fjörðurinn of þröngur, eins og þessi vísa sýnir:
Hann, sem ræður himni og jörð,
hugsun minni játi:
aldrei skáld í Eyjafjörð,
upp frá þessu láti.10)
Eigi leið á löngu, þar til er mönnum varð tíðrætt um fað-
emið að hörnum ráðskonunnar á Bægisá, sem prestur kallaði
fósturbörn sín, en yfirvöldin létu málið liggja í kyrrþey.
Kom meðfædd glettni og gamansemi skáldsins sér vel, þá er
hann fékk ekki að gangast við börnum sínum, sem hann lét
sér mjög annt um. Þegar Jón, fóstursonur skáldsins, fæddist,
kvað prestur þessa vísu:
Á Bæsá ytri borinn er
býsna valinn kálfur.
Vænt um þykja mundi mér,
mætti eg eiga hann sjálfur.11)
Vænst hefur skáldinu sennilega þótt um Margréti, fóstur-
dóttur sína, en eftirfarandi kvæði er nýársgjöf til hennar, þá
er hún var þriggja ára gömul. Skáldið ávarpar telpuna með
orðunum kona góð, en hann réð því, að hún bar nafn Mar-
grétar, konu hans.
Komdu til mín, kona góð,
kættu mér í geði.
Þér á eg að þakka, fljóð,
það, sem eg hef af gleði.
Öll er von eg elski þig,
yndisperlan Ijúfa.
Aðrir flestir angra mig,
en aldrei þú, mín dúfa.
Þér þó goldin umbun er
öllu minni en skyldi.
Fyrirmunar fétækt mér
að fóstra þig sem vildi.