Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 104
100
Guðrún P. Helgadóttir
Skírnir
Sá, sem gladdi með þér mig
mitt í þrautum nauða,
elski, blessi og annist þig,
eins í lífi og dauða.
Eina vildi eg eiga mér
ósk, þegar raunir vakna,
að við hvorugt annars hér
örends þurfum sakna.12)
Af lausavísunum og kvæðabrotunum, sem sýnd hafa verið,
mætti ráða, að Bægisárskáldið hefði aðeins verið orðheppinn
hagyrðingur, sem ort hefði léttfleygar vísur og brynjað sig
gamansemi, þegar örlagadísirnar gerðu honum glettur og
gerningahríð.
En síra Jóni væri gert rangt til, ef við skildumst við frum-
ortan skáldskap hans án þess að nefna sýnishorn beztu sálma
hans og erfiljóða.
Síra Jón orti fleiri sálma en nokkur annar um hans daga,
en meiri hluti þeirra er þýddur.
1 versinu hér á eftir talar skáldið við guð sinn eins og
bam við föður:
Ö, hvenær fæ eg hvíld hjá þér?
Hvenær mun byrði létt af mér,
sem mína sálu þvingar?
Nær mun elskuligt auglit þitt,
ó, Jesú, lífga, hjarta mitt?
Kom, mýktu mótlætingar.
Rís upp og hasta á raunasjó,
réttláti drottinn, vakna þó,
dylst mér um eilífð eigi.
Himneskum dýrðar höfnum ná,
háska veraldar leystur frá,
gef þú, ó, guð, eg megi.13)
Erfiljóð síra Jóns á Bægisá eru fyrirferðarmesti flokkur
frumsaminna kvæða hans, en fá þeirra eru góð. Að undan-
skildum fáeinum erfiljóðum um nána vini, líkist erfiljóða-
gerð hans heimilisiðnaði og ber það með sér, að ljóðin eru
ort til að vinna sér inn specíu og þyngja budduna, en ekki til
að létta af sér fargi hugans.