Skírnir - 01.01.1954, Page 105
Skímir
Skáldskapur síra Jóns á Bægisá
101
Eftir síra Magnús Einarsson á Tjörn, sem þótti sbáld gott,
orti síra Jón einkennilega og sérstæða vísu, en þar segir, að
Minerva, vísdómsgyðjan, gráti fráfall hans, en Móría, heimsku-
gyðjan, kætist:
Nú grætur mikinn mög
Mínerva táragjöm,
nú kætist Móría mjög,
mörg sem á dárabörn.
Nú er skarð fyrir skildi,
nú er svanurinn nár á Tjörn.14)
1 fyrstu braglínunni: Nú grætur mikinn mög, kemur fram
orðaleikur, því að Magnús er runnið af latneska orðinu magnus,
sem þýðir mikill.
1 erfiljóðum eftir Bjarna landlækni Pálsson persónugervir
skáldið Sótt og Heilbrigði, en skáldum og börnum hefur löng-
um verið sameiginlegt að skynja dauða hluti sem lifandi verur.
Hvi er Heilbrigðin
harmi lostin,
gagns og glaðværðar
guðdómleg móðir?
Sýnist mér úr brjósti
sem blóð renni.
Hverr hefir hana
hjörvi særða?
Hana hefir Sótt
hjörvi særða
og ben blóðugri
á brjóst lostið,
er hún bana bjó
Bjarna Pélssyni,
frómum landlækni
og lærðum mjög.
Kvæði þetta er afarlangt, en í niðurlagi þess minnist skáld-
ið aftur á heilbrigðina, sem særð hefur verið nær hjarta við
dauða Bjarna, og tengir þannig saman upphaf og endi: