Skírnir - 01.01.1954, Síða 107
Skírnir
Skáldskapur síra Jóns á Bægisá
103
raun um manninn og er eftir enska skáldið Pope og fjallar
um heimspekilegt efni.
Hér fara á eftir tvö sýnishorn þýðingarinnar:
Manns þekking dýrum óljós er,
hvað andi veit, er manni dimmt,
hvað aumt líf væri ei annars hér
og álag forlaganna grimmt.
Ef lambið, sem til dráps í dag
dæmt hefir magagræðgi þin,
hefði þitt vit og hyggjulag,
hvort mundi það um grasbeð sín
hoppa svo kátt og bíta blóm,
já, blíðri snapa tungu með
framréttan þar til fingurgóm,
fossa þess blóðs að getii' séð.
Ó, vægðarfulla vanþekking,
vort um ókomið blítt og stritt,
hvað ástúðlega er allt umkring
til allra skepna þér útbýtt.
Vert því auðmjúkur, vona og líð,
vængjum skjálfandi bregð á flug,
hins mikla fræðis, banans, bíð,
bið guð og dýrka af öllum hug.
Hvilík sæla þér ætluð er,
ei leyfir hann, að vitir þú,
en gaf vonina þar til þér,
að þín sé líkn og sæla nú.’a)
Næsta viðfangsefni Bægisárskáldsins var enn stórfelldara,
þar sem hann ræðst í að þýða Paradísarmissi eftir Milton,
og enn sækir harm á brattann. Paradísarmissir er tahnn mesta
söguljóð Englendinga og fjallar um uppreisn englanna, sköpun
heimsins, syndafallið og brottrekstur Adams og Evu úr Paradís.
Sira Jón þýðir kvæðið undir fornyrðislagi, og er þýðingin
mesta listaverk. Málið er víðast létt og leikandi, fagurt og
auðugt, eins og sjá má af þessari lýsingu á Adam og Evu:
Breitt og fritt ernii
brúnum yfir