Skírnir - 01.01.1954, Qupperneq 109
Skirnir
Skáldskapur síra Jóns á Bægisá
105
Jónasi og Bjarna, skildum við betur, hvílíkt afreksverk þýð-
ingin er og hve mikið gagn síra Jón vinnur, þá er hann
veitir þessum blíða árblæ inn í íslenzkar bókmenntir, sem
meðal annars svífm: yfir smáragnmdinni hans Jónasar mörg-
um árum síðar.
Von skáldsins að sjá Paradisarmissi allan á prenti rættist
aldrei, en samt sem áður leggur hann á sjötugsaldri i annað
stórvirki, þá er hann ræðst í að þýða Messíasarkvæði eftir
þýzka skáldið Klopstock. Kvæðið fjallar um líf lausnarans á
jörðunni og er víða stórbrotið, þó að hvorki komist frumtext-
inn né þýðingin til jafns við Paradisarmissi.
Nokkrum árum fyrir dauða síra Jóns Þorlákssonar ferðaðist
hér um landið fjölfróður enskur prestur, Henderson að nafni.
Eftir heimkomima birti hann í ferðabók sinni fróðlegan kafla
rnn heimsókn að Bægisá, og segir hann þar meðal annars:
Við komum að Bægisá um tíuleytið að morgni dags 9. ágúst,
og var skáldið þá á engjum ásamt fólki sínu við heyvinnu.
Þegar hann spurði gestkomuna, hraðaði hann sér heim, eftir
því sem elli og hrumleiki leyfði. Bauð hann okkur velkomna
og vísaði okkur til herbergis sins, þar sem hann hafði glímt
við Milton, landa minn.
Dyrnar eru ekki fjögur fet á hæð, herbergið á að gizka átta
fet á lengd, en sex á breidd. f innri enda er rúm skáldsins, en
fram við dyr undir litlum glugga er borð, þar sem hann færir
ljóð sín í letur.
Henderson gat þess, að landar sínir hefðu aldrei fyrirgefið
sér, ef hann hefði farið fram hjá án þess að heimsækja hann,
en síra Jón svaraði því til, að hann hefði átt margar ánægju-
stundir, er hann þýddi kvæði Miltons, en hefði eigi gert sér
vonir um að hitta landa hans. Síðan lýsir Henderson þeim f jár-
skorti, sem skáldið átti við að stríða, þar sem hann varð heilsu
sinnar vegna að halda aðstoðarprest og greiða honrnn af laun-
nm sínum. Henderson harmar það, að Paradísarmissir hafi
ekki allur birzt á prenti, en það telur hann óbætanlegt tjón
norrænum bókmenntum, því að þýðing hans sé bezta þýð-
ingin á meistaraverki Miltons og sums staðar fremri frrnn-