Skírnir - 01.01.1954, Síða 110
106
Guðrún P. Helgadóttir
Skírnir
ritinu. Telur hann síra Jón hafa alla þá kosti til að bera, sem
góðum þýðanda sæmi, nákvæma innlifun í skáldverkið, rétta
skynjun á blæbrigðum þess og bragarhátturinn falli vel að
efninu.
Henderson segir, að skáldið sé langt komið með þýðingu á
Messíasarkvæði, en hafi sagt sér í einlægni, að hann ætti erfið-
ara með að fylgja Klopstock á fluginu en Milton sakir elli.
Enn vottar fyrir gamansemi Bægisárprestsins, þegar hann
segir Henderson, að það sé engin furða, þótt hann sé haltur,
Milton hafi riðið sér á gandreið mn himinhvolfið, keyrt sig
sporum allt frá himnaríki til undirheima.
Lofsamleg tmnnæli í ferðabók Hendersons, sem gefin var
út 1818, urðu til þess, að enskt bókmenntafélag sendi síra
Jóni peningagjöf og Danakonungur veitti homnn árlegan
styrk. En laun heimsins komu of seint, skáldið, sem þýtt hafði
úr lánsbókum og lifað við fjárskort, andaðist fáum mánuðum
síðar, 21. okt. 1819.
Sama árið og ferðabók Hendersons kom út, fékk síra Jón
aðra viðurkenningu, sem homnn hefur ef til vill þótt einna
mest til koma. Landi hans, Bjarni Thorarensen, sem hafði
nýlega hafið skáldskaparferil sinn, sendi honum þetta kvæði:
Heill sértu, mikli
Milton íslenzkra.
Fyrr ek aldregi
fátækt reiddist,
en er hún angrar þik
ellihruman
ok hindrar mik
hjálp þér veita.
Gulh gæddi ek þik,
ef ek gull ætti.“)
Með þessum ummælum Bjarna fer vel á því að kveðja
Milton íslenzkra, þjóðskáldið, sem aldrei varð stórskáld, en
flestum öðrum betur hefur búið í haginn fyrir komandi kyn-
slóðir, þvi að öll helztu skáld okkar hafa þegið af honum beint
eða óbeint fram á okkar dag.
Erfitt er að dæma um, hvort síra Jón Þorláksson hefur orðið