Skírnir - 01.01.1954, Page 112
HALLDÓIt HALLDÓRSSON:
EINS OG HVOLPUR INNAN í HVULVOÐ.
I aprílmánuði 1953 barst mér svo látandi bréf:
Eg vildi mega biðja yður um að taka til athugunar
í þættinum um íslenzkt mál í útvarpinu orðatiltækið
„hvolpur innan í hvulvoð“. Það er, eins og kunnugt er,
notað um þann, sem er í of stórri flík. Eg hefi leitað í
orðabók Sigfúsar Blöndals, en án árangurs. Nú langar
mig að vita, hvers konar voð er þarna um að ræða.
Með fyrirfram þökk,
Guðlaugur Jónsson.
Bréfið var dagsett á Seyðisfirði 9. apríl 1953. Ég svaraði
bréfi þessu nokkru síðar í útvarpsþætti og komst að sömu
niðurstöðu í meginatriðum og hér verður birt. Jafnframt bað
ég Austfirðinga, er könnuðust við orðasambandið, að láta mér
í té vitneskju um orðið hvulvoS, útbreiðslu þess, framburð
og merkingu. Tókst mér á þann hátt að fá nokkru fyllri
vitneskju en þá, er fram kom í útvarpsþættinum. Síðan hefi
ég rannsakað sögu orðsins í íslenzku allrækilega. Hefi ég lengi
ætlað mér að skrá þessa sögu, en ekki komið því í verk fyrr
en nú.
Samkvæmt þeim gögmun, sem mér hefir tekizt að afla mér,
tíðkast orðið hvulvóð og aðrar framburðarmyndir þess nú ein-
göngu á Austurlandi. Mun ég fyrst skýra frá þeim fróðleik,
sem ég hefi fengið um orðið í nútímamáli. Hann er þessi:
hvíluvöS [khvi:lYvoð]: Guðný Vilhjálmsdóttir í Reykjavík, 70
ára, austfirzk, sagði mér í símtali, að hún þekkti orða-
sambandið eins og hvolpur í hvíluvoS. Guðfinna Þor-
steinsdóttir kemst svo að orði í bréfi til mín: „Talshátt-