Skírnir - 01.01.1954, Side 113
Skírnir
Eins og hvolpur innan í hvulvoð
109
inn, sem þér rædduð um áðan, hef ég kunnað og notað
frá barnæsku. Lærði ég hann svona: /lð vera eins og
hvolpur í hvíluvod var lýsingin á þeim, sem klæddust
allt of stórum fötum eða fati, sem var mikils til of stórt“.
Bréfið var dagsett í Teigi í Vopnafirði 30. apríl 1953.
Guðfinna tekur fram í bréfinu, að hún sé „hreinræktaður
Austfirðingur“.
hvelvóð [khvd-voð], [xd'voð]. Benedikt Gíslason frá Hofteigi
þekkir þessa orðmynd og telur orðið merkja „yfirlak í
rúmi“. Um þessa merkingu og skýringu Benedikts á orð-
inu verður rætt síðar í greininni. Við fyrr greint orða-
samband kannaðist Benedikt hins vegar ekki.
hvolvoS [khvol-voð], [xohvoð]. Um þessa framburðarmynd
hefi ég sömu heimild og um hvelvoS, og var sama merk-
ing tilgreind.
hvilvcS [khvil-voð]. Ólafur Tryggvason læknir frá Víðivöll-
um í Fljótsdal skýrði mér frá því í símtali, að hann þekkti
þessa orðmynd í samböndunum eins og hvolpur í hvilvóð
og eins og hvolpur innan í hvilvóð. Ólafur lýsti fram-
burði þeim, sem hann hafði vanizt, á þá leið, að hv hefði
verið borið fram sem ritað væri kv, i-hljóðið hefði verið
greinilegt og 1 verið borið fram sem rituð væru tvö 1,
þ. e. [khvil:voð]. Ég hygg þó, að Ólafur hljóti að gera
fullmikið úr lengd 1-sins.
hvulvoð [khvYl voð]. Móðir mín, Elísabet Bjarnadóttir frá
Hafrafelli í Fellum, þekkir orðið hvulvóS í tveimur orða-
samböndum, þ. e. eins og hvolpur innan í hvulvóð og
ná e-m milli hvulvóSanna í merkingunni „ná e-m í rúmi,
koma áður en e-r er kominn á fætur“. Sama orðmynd
er kunn úr bréfi Guðlaugs Jónssonar, því sem áður var
frá skýrt, og dagbókum Björns M. Ólsens, eins og síðar
verður vikið að.
1 viðbæti Blöndalsbókar er tilgreint orðið kulvóð með fram-
burðinum [kvl vo ð]. Þetta orð er talið vera úr Múlasýslum
og merkja „rekkjuvoð11. Ef athuguð er orðaskrá Blöndalsbókar,
sem geymd er í húsakynnum orðabókar Háskólans, kemur í