Skírnir - 01.01.1954, Page 114
110
Halldór Halldórsson
Skírnir
Ijós, að orðið kulvoð hefir komizt með allundarlegum hætti
inn í orðabókina. Á miðanum með uppsláttarorðinu kulvóð
hefir í fyrstu alls ekki verið orðið kulvoð, heldur hvulvóð.
Á miðanum hefir B. M. Ó. verið tilgreindur heimildarmaður
(átt er við dagbækur hans) að orðinu hvulvoð. Sagt er, að
orðið merki „rekkjuvoð“ og sé úr Múlasýslum. Dagbækur
B. M. Ó. eru einnig geymdar í hibýlum orðabókarinnar. Við
athugun á þeim kemur í ljós, að allt það, sem á miðanum
stendur um hvulvoð, er rétt eftir haft. En einhver, sem unnið
hefir við Blöndalsbók, hefir síðan algerlega breytt þeim fróð-
leik, sem upphaflega var á miðanum, því að skrifað hefir
verið efst á miðann með annarri rithendi orðið kulvoð og til-
greindur tvenns konar framburður, þ. e. [kydvoð] og [yYd-
voð]1). Frá engri heimild er greint um orðmyndina kulvoð.
Af þessu má marka, að sá fróðleikur, sem nú er í viðbæti
Blöndalsbókar um orðið kulvoð, þ. e. að orðið merki „rekkju-
voð“ og sé úr Múlasýslum, er í fyrstu skráður um allt annað
orð, þ. e. hvulvoð. Ekki verður séð, að B. M. Ó. hafi þekkt
orðið kulvoð.
En með hverjum hætti er hægt að skýra fyrir sér þær
breytingar, sem gerðar hafa verið á miðanum? Mér virðist
tvennt geta komið til greina. Hugsanlegt er, að sá, er breyt-
inguna gerði, hafi þekkt orðið kulvóð úr mæltu máli eða
rituðum heimildum í merkingunni „rekkjuvoð“. Ef allt væri
með felldu, ætti sá fróðleikur að vera fenginn úr Múlasýslum
eða riti eftir mann úr Múlasýslum, því að þaðan greinir
orðabókin orðið. En enginn þeirra manna eða kvenna, sem
skrifuðu mér eða töluðu við mig, er ég bað um vitneskju um
þessi orð í útvarpsþættinum, gat orðsins kulvoð. Og enginn
þeirra, sem ég spurði um það, kannaðist við það úr mæltu
máli né gat bent á ritaðar heimildir um það.
Mér er nær að ætla, að orðið kulvoð hafi aldrei verið til
í íslenzku máli, heldur valdi þvi ályktun eða alþýðuskýring,
að það er skráð á miðann í orðaskrá Blöndalsbókar.
1) Þessi hljóðritun er vitanlega röng, þvi að u-ið er ekki langt í þessari
stöðu i eðlilegum framburði.