Skírnir - 01.01.1954, Side 115
SMrnir
Eins og hvolpur innan í hvulvoð
111
Mér virðist trúlegast, að breytingin á miðanuxn hafi gerzt
með þessum hætti: Maður sá, sem breytinguna gerði, hefir
hugsað sér, að B. M. Ö. hafi heyrt framburðinn [xv'l-vo'Ö] og
því sfcráð orðmyndina hvulvoS. Þennan framburð hefir orða-
bókarmaðurinn ætlað til orðinn við misskilning. Réttan fram-
burð hefir hann talið [khv] -vd'Ö] og réttan rithátt kulvoS. Sú
orðmynd hefir honum virzt skiljanleg, með því að hann hefir
hugsað sér orðið sett saman af orðunum kul og voS og gert
ráð fyrir frummerkingunni „voð, sem skýlir fjrrir kuli“. Ut
á þessar villigötur hefir orðabókarmaðurinn leiðzt vegna þess,
að hann hefir ekki getað skýrt fyrir sér uppruna orðsins hvul-
voS. Einkennilegt er það, að bæði er tilgreindur k-framburð-
ur og ókringdur hv-framburður á miðanum, þó að hv-fram-
burðinum sé sleppt í orðabókinni. Þetta getur varla stafað af
öðru en því, að orðabókarmaðurinn hefir talið k-framburð-
inn réttan, en ekki viljað sleppa hv-framburðinum, með því
að hann hefir talið hann staðfestan af dagbókum B. M. Ö.
Prófarkalesari hefir síðan fellt hv-framburðinn burt, þar sem
hann hafði engan stuðning í rithætti.
En hvernig sem þessi breyting á miðanum kann að vera
til komin, er víst, að mér hefir ekki tekizt að hafa upp á neinni
heimild, munnlegri né skrifaðri, um orðið kulvoS, ef frá er
talinn viðbætir Blöndalsbókar og miðinn, sem orðið er þar
prentað eftir og nú hefir verið rætt um.
Vík ég þá næst að uppruna orðsins hvulvóS og sögu þess
í íslenzku. Enginn vafi leikur á því, að upprunaleg mynd
orðsins hvulvoS er hvíluvoS. Breytingar orðsins hafa orðið á
þessa leið:
hvíluvóS > hvílvoS > hvilvóS > hvulvóS.
Skulu nú raktar heimildir um öll þessi þróunarstig. Elzta
heimild, sem mér er kunn, um orðið hvíluvóS er frá því
snemma á 15. öld:
v. hvilvvodir. D.I. III, 718. (Dæmið er úr bréfi frá 26.
apríl 1408 um afhendingu Reynistaðaklausturs. Frumrit
bréfsins er til enn, enn fremur mjög gott afrit. Segir
Ámi Magnússon um afritið, að það sé „klárt og accurate
afskrifad“, sbr. D.I. III, 717).