Skírnir - 01.01.1954, Qupperneq 116
112
Halldór Halldórsson
Skírnir
Næstu heimildir um orðið eru þessar:
iij. huiluvoder. D.I. V, 328 (frá því um 1461).
Tuær fangalitlar sangur. og er med ein huilu voden og
eitth aklæde. D.I. V, 558 (frá 1470).
5 sængur uondar enn eingin ahreijda og eingiii huijlu-
vgd. D.I. VII, 451 (frá því um 1500, afrit frá því um
1600).
atta hvilvvoder. D.I. VII, 639 (frá 26. maí 1503).
Aðrar heimildir, sem ég hefi fundið, um orðmyndina hvílu-
voS eru þessar: D.I. VII, 745 (1504), D.I. VIII, 796 (1521),
D.I. X, 96 (1536—1553), D.I. XI, 358 (1544), 516 (1546),
D.I. XII, 189 (1550—1551), 487 (1552), 638 (1553), 653
(1553), D.I. XIII, 177 (1557), 557 (1560), D.I. XIV, 29
(1562), 210 (1563—1564), 214 (1563—1564), 220 (1563—
1564), 489 (1566), D.I. XV, 566, 573, 580, 589, 641, 651,
653, 665, 676, 682, 686, 691. Öll dæmin úr D.I. XV eru fengin
úr Gíslamáldögum frá 1570 og síðar. Auk þessa kemur orðið
fyrir í Bréfab. G. Þ. 5 (1572) og Eintali 2771) og loks í orða-
bók séra Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal, eins og síðar
verður vikið að.
Breytingin hvíluvöS > hvílvoð er ekkert eindæmi. Nægir í
því sambandi að benda á, að rekkjuvoð hefir breytzt bæði í
rekkvdð og rekkjóð (rekkjoð).2)
Ég hefi fundið átta dæmi um orðmyndina hvílvoð í forn-
bréfum. Elztu dæmin eru að líkindum frá því um 1500, en
1) Tvö síðast talin dæmi hefi ég úr orðaskrá orðabókar Háskólans.
öðrum dæmum hefi ég safnað sjálfur.
2) Orðið rekkjuvod (rekkjuváð) virðist ekki koma fyrir í fornritum, en
orðið rekkjuvaSmál er kunnugt úr Droplaugarsona sögu (ísl. fornr. XI,
158). Elztu dæmin um rekkjuvoS eru úr bréfum frá 14. öld:
sex koddar. fimm ok xx Rekkiu vadir. D.I. III, 290 (1374), sbr. einnig
D.I. III, 482 (1392) og 613 (1396).
Orðmyndin rekkvoS er kunn frá 15. öld:
i). sængur med tueimur reckuodum. D.I. V, 262 (1461).
Frá 16. öld eru einnig kunn dæmi um þá orðmynd, sbr. D.I. VII, 812
(1505) og D.I. VIII, 795 (1521).
RekkjóS er einnig kunn orðmynd frá 16. öld:
reckioder ij. D.I. XI, 853 (1550).