Skírnir - 01.01.1954, Síða 118
114
Halldór Halldórsson
Skírnir
haft lök á aS bera saman við þetta handrit. Skjalið, sem
um er að ræða, er máldagi Oddakirkju á Rangárvöllum
frá 1553.
6. þar med og ein huil[u]vod. D.I. XIII, 557. Hér er um
að ræða afhendingu Valþjófsstaða í Fljótsdal frá 1560.
Ég hefi ekki haft tök á að hera saman við handrit það,
sem farið er eftir í Fornbréfasafni, en hornklofinn merkir
að líkindum, að u-ið sé ekki í handriti, heldur hafi út-
gefandi skotið því inn.
7. med hæginde oc huijl[u]vodum. D.I. XIV, 257. Hér er
um að ræða afhendingu Hofteigs í Jökuldal frá 1564.
1 Km. Skb. stendur huijl vodum, bls. 141 a.
8. huijluodar slitur. D.I. XV, 271. Skjalið fjallar um af-
hendingu Skorrastaðar í Norðfirði frá 1569. I Km. Skb.
stendur huil vodar slitur, bls. 146 a.
Af þessari upptalningu heimilda um orðmyndina hvílvoS
má sjá, að fimm dæmin (nr. 1, 2, 4, 7 og 8) eru fengin úr
handritinu Kirknamáldagar í Skálholtsbiskupsdæmi, því er
áður var á minnzt. En merkilegra er þó, að fimm dæmi af
átta um þessa orðmynd eru úr skjölum, er varða austfirzkar
eignir og œtla má, aÖ varSveiti austfirzka málvenju. Þetta
eru dæmi nr. 2 (Skorrastaður í Norðfirði), nr. 4 (Valþjófs-
staður í Fljótsdal), nr. 6 (Valþjófsstaður í Fljótsdal, nr. 7
(Hofteigur á Jökuldal), nr. 8 (Skorrastaður í Norðfirði).
Dæmin eru með öðrum orðum nákvæmlega frá þeim slóðum,
sem orðið hvulvo'ö er nú kunnugt frá. Þetta er merkilegt fyrir
þá sök, að orðmyndin hvílvoö er eitt af tveimur nauðsyn-
legum millistigum milli orðmyndanna hviluvdÖ og hvulvoS.
Og með því að svo virðist sem orðmyndin hvílvöð hafi að
minnsta kosti verið algengari austanlands en annars staðar,
er eðlilegt, að þróunin yfir í hvulvoð hafi fremur átt sér stað
þar en í öðrum landshlutum.
Um breytinguna hvilvoS > hvilvóS er fátt að segja. Svip-
aðar breytingar hafa gerzt í öðrum orðum, sbr. A. J.: Islenzk
tunga í fornöld, bls. 84 (§ 117) og A. Noreen: Altislándische
grammatik, bls. 112 (§127,2). Þessi breyting sérhljóðsins
er algerlega staðfest, því að orðmyndin hvilvoð er kunn úr