Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 119
Skírnir
Eins og hvolpur innan í hvulvoð
115
nútímamáli, eins og sjá má á því, sem áður er haft eftir Ólafi
Tryggvasyni lækni.
Breytingin hvilvóS > hvulvoð á sér ýmsar hliðstæður, t. d.
hvimsa (í fornmáli hvimsi) > hvumsa, hvimpinn (sbr. n.
kvimpen) > hvumpinn, hvimleiður (áður hveirnleiðr) >
hvumleiður o. s. frv.
Orðmyndirnar hvelvoð og hvolvoð, sem Benedikt Gíslason
frá Hofteigi kenndi mér, hygg ég helzt til orðnar við alþýðu-
skýringu. Fólk hefir ætlað, að fyrri hluti orðsins væri stofn
sagnarinnar hvelja, hvolfa, enda hafði Benedikt orð á því við
mig, að sá mundi vera uppruni orðsins. Af þessu hugsaða
sambandi við sögnina kann það að stafa, að Benedikt taldi
orðið merkja „yfirlak í rúmi“. Þó er ekki loku fyrir það skotið,
að orðmyndin hvelvoð sé til komin við hljóðvillu, enda aðeins
kunn af liljóðvillusvæði. Mér virðist það þó fremur ósenni-
legt.
Eftir er þá að gera grein fyrir merkingu orðsins hvulvóð
eða hvíluvoð. Verður nú rakið það helzta, sem um það efni
er að segja. Samkvæmt því, er Benedikt Gíslason frá Hofteigi
segir, merkir orðið „yfirlak í rúmi“, en aðgætandi er, að
hann kannast aðeins við orðmyndir, sem virðast til orðnar
við alþýðuskýringu, sem kann að hafa haft áhrif á merking-
una, eins og rakið hefir verið. Björn Halldórsson þýðir hvílu-
voð með „lodix“. Danska þýðingin er „Sengedække“ (B. H. I,
408). Erfitt er að vita til víss, hvað séra Björn á við með
„lodix“, en tæpast er það „rúmábreiða“, þó að latneska orðið
geti að vísu haft þá merkingu. Efasemdir mínar um þetta
stafa af því, sem B. H. segir um orðið rekkjuvoð, en það er
á þessa leið:
Beckiu-vod, f. sú efri, torale, det overste Sengelagen;
nedri, lodix, det underste Sengelagen. B. FI. II, 201.
Hér er sýnilegt, að B. H. á ekki við „rúmábreiðu“ með
orðinu „lodix“. Flann þýðir með öðrum orðum orðin neðri
rekkjuvoð og orðið hvíluvoð með sama latneska orðinu („lo-
dix“). Af þessu hygg ég þó óvarlegt að álykta, að B. H. telji,
að hvíluvoð og neðri rekkjuvóð sé nákvæmlega hið sama. En
sennilegt virðist, að hann telji hvíluvóð og rekkjuvoð sömu