Skírnir - 01.01.1954, Side 120
116
Halldór Halldórsson
Skírnir
merkingar, enda benda aðrar heimildir í þá átt, eins og nán-
ara verður nú rakið. Orðasambandið, sem móðir mín kenndi
mér, aS ná e-m milli hvulvdSanna, virðist mér taka af öll
tvímæli um það, að orðið hviluvoS (hvulvoð) hefir verið haft
um báðar rekkjuvoðirnar. Þessi skoðun styrkist af ýmsum
stöðum úr Fornbréfasafni:
oc ein sæng fyrir c. med vondre abreidu tueimur hvilo-
vodum vondum og vondu vere. D.I. X, 96 (frá 1536—
1553).
Hér er talað um eina sæng með tveimur hvíluvoðum.
sæiig alfær ad auk med nyumm huyluvodumm. D.I. XII,
645 (1553), sbr. bls. 113 hér að framan.
Hér er að vísu ekki tekið fram, hve margar hvíluvoðirnar
voru, en gert er ráð fyrir fleiri en einni hvíluvoð í sæng.
og tuennar samfastar huiluvoder. D.I. XIV, 210 (frá
1563—1564).
einar huijluvoder. D.I. XV, 573 (frá því um eða eftir
1570).
1 báðum þessum dæmum er gert ráð fyrir samstæðu af
hvíluvoðum. Þess ber að geta, að vandalaust er að benda á
staði, þar sem talað er um eina hvíluvoð í sæng, t.d.:
ein sæng med huiluuod oc hæinde. D.I. XI, 358 (frá
1544).
ein sæng slitur med hægindi og eirnri huijluvod. og
þýsku aklædi vondu. D.I. XIII, 177 (1557).
En þess ber vel að gæta, að síðast talin dæmi sanna engan
veginn, að orðið hvíluvdS hafi ekki verið notað um báðar
rekkjuvoðirnar, heldur aðeins, að í þeim rúmum, sem þar
um ræðir, hafi aðeins verið ein hvíluvoð, enda leikur enginn
vafi á því, að margir hafa aðeins haft eina rekkjuvoð í rúmi
sínu.
Ég tel því tvímælalaust, að orðið hvíluvoS hafi merkt
„rekkjuvoð“ og hægt hafi verið að nota orðið um livora þeirra,
sem var, hina efri og neðri.