Skírnir - 01.01.1954, Page 121
SVEINBJÖRN SIGURJÓNSSON:
EMMURÍMA SIGURÐAR BREIÐFJÖRÐS
OG EMMA BAGGESENS.
Þegar Sigurður Breiðfjörð stundaði beykisnám í Danmörku
á unglingsárum laust fyrir 1820, varð hann fyrir sterkum
áhrifum af kveðskap danskra skálda, þeirra er þá voru mest
í tízku. Gætir þess bæði í ljóðum hans og rimum, einkum frá
yngri árum. Emmuríma, ort 1820, er eitt þeirra ljóða, þar
sem sambandið við danskar bókmenntir er greinilegt. Emmu-
ríma var prentuð í Smákveðlingum, Khöfn 1862, bls. 18—29,
en hér verður farið eftir Lbs. 2980, 4to, sem liklega er eigin-
handarrit og nokkuð frábrugðið prentaða textanum.
Ríman segir frá Emmu kóngsdóttur í Róm og Klemenz,
syni karls í koti. Þegar Klemenz hefur misst foreldra sína,
leitar hann til hallar konungs. Sér hann þá Emmu, og tendrast
þar ást við fyrstu sýn. Seinna eiga þau stefnumót að nætur-
lagi í svefnskála kóngsdóttur. Það snjóar um nóttina, og þorir
Klemenz ekki brott af ótta við, að spor hans sjáist i mjöllinni.
Emma tekur piltinn á herðar sér og ber hann brott. Svo illa
vill til, að kóngur sér aðfarir þeirra. Hann reiðist í fyrstu,
en þykir tiltæki dóttur sinnar svo kátlegt, að hann gefur þeim
upp sakir og snýr dómþingi upp í brullaup þeirra.
Efnisþráðurinn er ævagömul þjóðsaga um Einhard (Egin-
hard), sagnaritara Karls mikla, og Emmu, konu hans, sem
þjóðsagan telur ranglega dóttur konungs. Má rekja feril sög-
unnar allt frá því á 12. öld.1) Vera má, að Sigurður Breið-
fjörð hafi einhvers staðar rekizt á hana í óbundnu máli, en
hitt er víst, að hann hefur þekkt ljóðaflokk J. Baggesens um
sama efni og orðið fyrir áhrifum þaðan.
1) Sbr. Encyclopædia Britarmica.