Skírnir - 01.01.1954, Page 122
118
Sveinbjörn Sigurjónsson
Skírnir
Emma Baggesens, lýrisk-episkt ljóð í 5 söngvum, kom fyrst
út í J. B.: Ungdomsarbejder II, 1791. Yakti kvæðið athygli
og aðdáun og var endurprentað í Comiske Fortællinger II,
1807. Baggesen fylgir venjulegri gerð sagnarinnar. Atburður-
inn gerist við hirð Karls mikla. Elskhugi Emmu heitir Egin-
hart, en ættar hans er eigi getið. Þau Emma sjást oft og fella
hugi saman. Þrjú ár líða. Þau hittast ein í hallargarðinum
og eiga mörg stefnmnót, unz vetur bindur enda á fundi þeirra.
Sendimaður kemur frá Grikklandi að biðja Emmu til handa
Grikkjakeisara. Þá stenzt Eginhart ekki mátið, heldur laumast
í svefnskála kóngsdóttur.
Þessi kafli frásagnarinnar er mjög langdreginn hjá Bagge-
sen, nær yfir rúmlega 3y2 söng. Mikill hluti hans snýst um
að lýsa ástardraumum og sálarlífi elskendanna. Snilldarleg
rímlipurð Baggesens og lýrisk samúð með elskendunum nýtur
sín hér vel, líkt og við þekkjum hjá Þorsteini Erlingssyni í
Eiðnum. Hins vegar er framsetningin mjög fjarri íslenzkum
rímnastil, enda fer Sigurður Breiðfjörð í samsvarandi kafla
rímunnar eigin götur. Að íslenzkum rímna- og sagnasið kynnir
Sigurður söguhetju sína, Klemenz (í stað Eginhart), og getur
foreldra hans, sem Baggesen minnist ekki á. Þá lætur Sigurður
atburðinn gerast í Róm, sem Baggesen nefnir ekki, og i stað
langrar kynningar og margra stefnumóta hjá Baggesen er
málið afgreitt í skyndi í rímunni:
Setur bæði sál og fjör,
sinn þá spennir boga,
Kúpídó með einni ör
allt í bál og loga.
Þegar náðu þau að sjást
og þýðum skiptust málum,
strax nam loga eldheit óst
eins í beggja sálum.
Áhrif frá Emmu Baggesens eru mjög lausleg í þessum hluta
Emmurímu. Hins vegar eru þar greinileg áhrif frá öðru kvæði
Baggesens í Comiske Fortællinger. Það heitir Constance eller
Amorshevn. Það er gamansamt ljóð, ort í hinum lipra, skringi-