Skírnir - 01.01.1954, Page 123
Skírnir
Emmuríma og Emma Baggesens
119
lega stíl Baggesens, sem bezt verður lýst með orðum hans
sjálfs í öðru sambandi: . .. „Vers, sem jeg har trukket ud
og ind alt efter Musens löjerlige Sind.1'1) Still Emmurímu
með útúrdúrum og hnyttnum athugasemdum til lesarans er
náskyldur stíl Baggesens í Constance. Þegar Sigurður hefur
til dæmis dregið upp skoplega mynd af Emmu, sem
—■ —• kaldan snjó til ökkla óð
í undirklæðum sinum —
með elskhugann á herðum sér, bætir hann við:
Ef lesarinn hefur hingað til
hlegið yfir máta,
satt eg honum segja vil,
senn mun hann fara að gráta.
Fyrr en eg í ljósi læt
Ijóð af hyggjusetri,
sjálfur burt eg geng og græt
með gamla monsér Pétri.
Þetta er undirbúningur þeirra válegu tíðinda, að faðir Emmu
horfir á aðfarir dóttur sinnar.
Þá er upphaf Emmurímu og Constance svo líkt, að tekur
af öll tvímæli um rittengsl:
1 Rómaborg það réði ske. I Rom en By, som, hvis
jieim rausnarstaðnum trúa. jeg havde Penge, jeg
Á morgun, ef ég ætti fé, rejste til i Morgen.--
eg þar skyldi búa.
f siðara hluta Emmurímu nálgast Sigurður á köflum tals-
vert Emmu Baggesens, þar sem greint er frá atburðum, til
dæmis því, er faðir Emmu lítur út um gluggann:
Furðar hann, hvað hrundin mjó Han saa en lille hvid Figur
halinn bera kunni. en Mand i gennem Haven bæi-e
Reiddist hæði hann og hló .............
að hvítu líkneskjunni. som rört af Torden stod han der.
1) J. Baggesen: Rimbieve 1807, bls. 26.