Skírnir - 01.01.1954, Page 124
120
Sveinbjörn Sigurjónsson
Skírnir
Forundring, Kummer, Skræk
og Vrede
betog hans Siel-----.
Svipuð er og á báðum stöðum frásögn þess, sem gerist dag-
inn eftir:
Hann frá öllu sagði satt
siðferðinu slæma,
stjórnarráðið heimti hratt
hermda sök að dæma.
Allra dómur einn var sá,
þó eigi grói skaðinn,
báli skyldu brennast á
bæði þau í staðinn.
Det hele hellige Senat
blev sammenkaldt, og, som det
sömmer,
andægtig rundt om Bordet sat.-------
Et Syn i Nat jeg skuet har,
et Optrin, sælsomt, uden Mage:
En Jomfru paa sin Ryg bortbar
en Mand fra sit Gemak tilbage.
En raabte Sværd, en anden Flamme
og hver og alle raabte Död.
Þá milding heyrði málin vönd, Og du, her tog han hendes Haand
mundina hans án kala og lagde den i hans og sagde: —
leggja nam i hennar hönd,
hátt svo gerði tala: —-
Þetta skal látið nægja til að sýna, hversu Emmuríma og
Emma Baggesens geta nálgazt að orðfæri. Þess má og geta,
að á einum stað í rímunni, eins og textinn er í handriti, er þess
beint getið, að ort sé eftir kvæði, þótt því hafi eins og mörgu
öðru verið breytt í prentaða textanum:
Hvort nam annars óska fund,
eins og hermir kvœSi.
Og kvæSiS var einmitt Emma Baggesens.
En Ejnmuríma á sér aðra fyrirmynd, eins og Einar Bene-
diktsson benti þegar á í formála ÍJrvalsrita Sigurðar Breið-
fjörðs. Sú fyrirmynd er Stellurímur Sigurðar Péturssonar.
Mansöngvar beggja eru í svipuðum anda og jafnvel orðalag: